Friday, October 21, 2005

Pabbi, ekki lesa þetta sem hér á eftir kemur, þetta er um íslensk málefni og þú gargar alltaf og gólar þegar ég er ekki að skrifa um hvað er að gersast í ameríku, svo farðu bara hingað.

Allaveganna,
núna þegar við erum laus við hann.

Langar mig að tala um bachelorinn.
Vitaskuld er ég ógisslega spennt yfir þessu máli öllu saman, enda sjónvarpsfíkill með heimþrá.
Svo ókei,
hér eru mínir púnktar.

-asnalegt að hafa stelpurnar standandi í stiga þegar kemur að rósa-afhendingu
- mér finnst Gunnsa langt sætust og mig langar að vera með svona töff hár eins og hún er með. Annars eru þær nú flestar sætar. Það er ekkert djók með íslenskar konur og fegurð, ég er að segj-ykkur-ða. Enda er Gunnsa held ég frá Sauðárkróki, eins og helmingurinn af mér. Svo kannski er hún frænka mín. Ég þarf að athuga þetta í íslendingabók.
- þrek-keppni til að vinna stund með sveininum, hvað er í gangi með það?!
- o ó, ég er að sjá það hérna í "beinni" að Elísabet fær ekki rós, hún á eftir að hafa eitthvað mikið um það að segja á sinni enskuslettu íslensku.
- mér finnst Katla töffari.

Ókei krakkar, hver á eftir að vinna þetta.....?

|