Sunday, October 30, 2005

Þetta er að gera mig brjálaða...........

Það er einhver helvítis, djöfulsins vitleysa í gangi með msn í tölvunni hjá mér.
Bara eitthvað fáránlegt alveg. Svo fáránlegt að mig langar mest að taka allt msn eins og það leggur sig og bara......kirkja það (kyrkja það?, oh hvar er réttritunarorðabókin mín þegar ég þarf á henni að halda..........?). Allaveganna, svo ég viti til er ég bara með eitt msn, sem er 7,0 og ég er með það stillt þannig að ég á ekki að sign-ast átómatískt inn eða neitt svo Neil hætti að lenda í því að ég sé eitthvað sænuð inn á msn og einhver fer að spjalla við mig á fullu um mis-hátíðleg málefni (Hrefna ha) og svoleiðs.........
Nema hvað, ég er alltaf að signast inn á eitthvað drauga-msn sem er einhver eldgömul útgáfa. Og þegar ég ætla að dílíta þessu, þá finn ég það ekki einu sinni! eins og þegar ég er add and remove programs og svoleiðs. Eða þegar ég fer í search, ég er á enda vita minna, og ég veit að þetta var leiðinleg bloggfærsla en plíís
plííííís
getur einhver hjáááááálpað mééééér?!!!

Annars tapa ég mér!

|