Tuesday, February 14, 2006

Í gær átti ekki bara Kata vinkona mín afmæli heldur einnig Alicia vinkona mín, sem varð fertug. Í tilefni dagsins fór hún ásamt mér, systur sinni Marlísu og einni annarri konu sem heitir Sheila á Spa.
Fólk spyr sig kannski, af hverju notar Dísa ekki íslenska orðið fyrir Spa og ástæðan er þessi, ég veit ekki hvað íslensku orðið fyrir spa er, nema kannski það sé baðhús.....

Allaveganna, við byrjuðum á hádegismati.
Okkur var boðið að skella okkur í hvítan baðslopp fyrir matinn en við ákváðum að sleppa því og borða bara í fötunum.
Við stungum svoldið í stúf við restina af liðinu þar sem við vorum í fötum.
En bíttar engu.

Maturinn var góður,
ekkert svona "ó mæ gad, ég trúi ekki mínum eigin bragðlaukum" góður, heldur bara góður. Gott vín, góð súkkulaðikaka í desert. Gott kaffi.

Afmælisstúlkan átti pantaðan tíma í andlitsbaði og fótsnyrtingu en við hinar ákváðum að reyna að sleppa svoldið ódýrt frá þessu og bóka okkur í bolta tíma.

(1. Til að fá að eyða öllum deginum í baðhúsinu verður maður að panta tíma í einhverju svona meðferðarlegu, eins og andlitsbaði, eða bóka sig í íþróttatíma, sem kostar sér, svo kostar líka inn í baðhúsið)
(2. Boltatími er svona tími þar sem allir eru með svona risastóra workout bolta og eru að gera einhverjar æfingar á þeim og í kringum þá)

Allaveganna,
eftir að hafa farið í gufu-hinsegingufu-heitapott-sundlaug langaði okkur miklu meira inn í slökunarherbergið þar sem voru mjúkir bekkir og teppi og dimmt og kertaljós heldur en í boltatíma (sérstaklega þar sem sumar okkar höfðu drukkið rauðvín með matnum) en við létum okkur hafa það og fórum í íþróttafötin. Tvær okkar gleymdu strigaskóm og kennarinn sagði að strigaskór væru skylda fyrir tímann, svo við hæfævuðum, fórum og kvörtuðum og þurftum ekki að borga tímann.
Vegna þess að enginn hafði sagt okkur að við þyrftum að koma með strigaskó í tímann, þurftum við heldur ekki að borga fyrir baðhúsdaginn, svo við fórum glaðar heim eftir slökunar-ríkan dag.

Takk fyrir mig.

|