Sunday, February 12, 2006

Nágrannar mínir eiga hund.
Þau binda hann stundum við staur út í garði og hafa hann þar í nokkurn tíma.
Þessi hundur geltir stanslaust.
Stanslaust.
Ég varð pirruð þegar ég vaknaði við geltið í honum fyrir klukkan átta á laugardagsmorgni.
Kom fram í eldhús og hvæsti að ég væri að spá í að senda þessum dónum nafnlaust bréf um að íhuga þetta mál.
Manninum mínum fannst ég vera að bregðast allt of hart við og að það væri sjálfsögð mannréttindi og hundréttindi að leyfa þessu kvikindi að gelta í garðinum hvenær sem er af því að hann þarf kannski að kúka.
Ég held að eiginmaðurinn sé úti að aka og þetta fólk sé dónar.
Kannski skilur hann þau betur af því að hann hefur átt hund.
Ég hef aldrei og mun vonandi aldrei eiga hund.
Sonur minn tilkynnti mér svo í gær ofan á þetta allt saman að hann langaði í hund......eða kött..........eða lítið bróðir eða systur.
Eða kannski bara gullfisk.
Ég veit ekki alveg hvort hann er að leika einhvern sálfræðileik á mig til að samþykkja gullfisk fyrst ekkert loðið eða nýfætt kemur til greina.

En í dag er snjóstormur eins og við kanarnir köllum það þegar snjóar.
Púðursnjór út um allt og rok.
Allir í Westerly voru út í búð í gærkvöldi að birgja sig upp af nauðsynjum af því hver veit hvað þessi snjóstormur mun vara lengi.
Við keyptum kaffi og brauð.
Það ætti að duga eitthvað.

Jæja,
skítugir diskar eftir amerískan morgunmat og heimavinna í listasögu kalla.
Og já, þetta er pabbi minn í kommentakerfinu Rakel,
ég er farin að hallast að því að hann hafi svo mikið að segja að hann ætti jafnvel að byrja með sitt eigið blogg.

Hvað finnst ykkur hinum?

|