Saturday, April 29, 2006

Daníel hefur mikinn áhuga á brandörum þessa dagana en nær sjaldan að leggja alvöru brandara á minnið svo hann hefur verið að skálda svoldið.
Hann hefur sérstaklega verið að spá mikið í brandörum sem eru algengir hér um slóðir og kallast "knock knock" brandarar.
Þessi er í uppáhaldi og hefur verið mikið notaður:

DB: "Knock knock."
ég: 'Who´s there?'
DB: "Banana."
ég: 'banana who?'
DB: "banana Daniel."

Svo í dag kom nýr brandari:

DB: "what do you call it when you mix poop and pee?"
'What?'
"Diarrhea!"

Snillingur þessi drengur.

|



Fyndið með krakka og föt,
maður þarf endalaust að vera að endurnýja fötin þeirra af því að þau stækka. Góð ending á flík myndi ég segja að væra kannski svona ár.
En það eru ein náttföt sem Daníel á sem eru mér ráðgáta.
Hann fékk þau í jólagjöf þegar hann var eins og hálfs árs!
Núna er hann að verða fjögra ára og gengur ennþá í þeim.
Ég meina þau eru náttúrulega orðin svoldið stutt,
en þjóna ennþá sínum tilgangi.
Furðulegt, furðulegt.

|

Thursday, April 27, 2006

Fokk!Ég þoli ekki fólk sem hlær hátt og mellulega á bókasöfnum akkúrat þann dag sem ég gleymdi eyrnatöppunum mínum heima.

Þetta hefur valdið því að ég er byrjuð að reykja aftur daglega.
Sorrí mamma og pabbi.
Ég varð að koma út úr skápnum með þetta.

|

Vinkona mín var að segja mér frá því þegar hún bjó á Liberty Street og herra og frú R bjuggu við hliðina á henni.
Einn daginn var herra R að vinna í garðinum sínum og hann fann eldgamla flösku. Það er ekki óalgengt að finna eitthvað gamalt hér um slóðir því að fólk hefur búið hérna lengi og í gamla daga gerði gróf fólk rusl í staðinn fyrir að fara á ruslahauga með það, (kannski af því að ruslahaugar voru ekki til?)

Nema hvað, herra R var að gera eitthvað í garðinum og rakst á gamla flösku. Hún var útskorin og á henni stóð POISON og svo var mynd af haupskúpu með exi yfir til að sýna að hér væri um alvöru eitur að ræða.

Frú R leist vel á flöskuna, fannst hún flott og spes svo að hún ákvað að eiga hana og nota hana. Hún setti stundum blóm í hana og notaði hana sem vasa, eða bjó til kool aid og setti í flöskuna. Flaskan var bara hluti af búinu.

Tveimur árum seinna var hún komin með leið á flöskunni svo hún ákvað að setja hana í endurvinnslu. Endurvinnsla hérna virkar þannig að maður setur allt sem maður vill endurvinna í bláan opinn bala, og setur það við götuna með ruslinu, sem maður vill að ruslakallarnir taki.

Flaskan lá í bláa balanum en einhvern veginn datt hún út og rúllaði yfir götuna.

Seinna um daginn varð frú R litið út um gluggann einhverra hluta vegna. Það var mikið um umferð á götunni sem hún bjó við, gatan var jafnvel nokkuð svipuð Hringbrautinni heima, nema öðruvísi.

Nema hvað henni verður litið út og það er eitthvað í gangi út á götu. Öll umferð hefur verið stöðvuð og það eru margir bílar sem á stendur: BIOHAZARD (þýðing óskast). Hún sér menn sem eru í appelsínugulum búningum, svona eins og geimbúningum, með hjálma haldandi á töng, að nálgast eitthvað ofur varlega. Þeir lyfta einhverju með tönginni og hún sér hverju þeir eru að lyfta: flöskunni sem hún hafði seinustu tvö ár notað undir kool aid og blóm til skiptis.

Hún ákvað að vera ekkert að hlaupa út á götu til þess að segja mönnunum í gulu búningunum hvaðan flaskan hefði komið.

|

Wednesday, April 26, 2006

Ég var að fá atvinnutilboð.
Sem allt-mögulegt-manneskja í golf-strandklúbb ríka fólksins í Watch Hill. Þetta er ótrúlega flottur klúbbur á flottum stað og ekki hver sem er kemst inn í hann, aðallega fólk sem er búið að vera í sömu ríku fjölskyldunni í mörg mörg ár og kemur og eyðir sumrunum sínum í mjög svo ríkulegum híbýlum við ströndina.

Þetta lítur ágætlega út, en ég er að spyrja sjálfa mig hvort að ég eigi að mæta í atvinnuviðtöl á öðrum stöðum og halda áfram að skoða hvað er í boði eða hvort ég á að prísa mig sæla með að geta verið skoppandi um á við ströndina í allt sumar með annað hvort matardiska eða vínglös (fyrir aðra) í hönd og frosið bros.

Hvað finnst ykkur vinir og vandamenn?

|

Tuesday, April 25, 2006

Ég hef verið undir gríðarmiklu álagi í skólanum undanfarna daga og fékk í ofánalag að vita að vinnan sem ég ætlaði að hafa sem vara-sumarvinnu, er fullbókuð svo ég get ekki stólað á að hafa hana vara.
Svo að ég var útkeyrð í dag og ákvað að taka mér andlegan-veikindadag til að hlaða batteríin. Ég fór í jóga og fór svo með vinkonu minni á ströndina þar sem við borðuðum samlokur og karamellur og láum í sólinni, á milli þess sem við stungum tánum ofan í.
Þegar ég kem heim pínku sólbrennd og úti-þreytt í staðinn fyrir bókasafns-þreytt hugsa ég um westerly, "hvernig get ég nokkurn tímann farið frá þessu?"

|

Friday, April 21, 2006

Ég þoli ekki þegar fólk......
-andar hátt
-andar með nefi sem blístrar
-smjattar á tyggjói (mömmu að kenna)
-setur fótinn á sætið fyrir framan sig, ef ég sit í þeirri sætaröð (þegar ég sit í bíóskal, t.d. í skólanum)
-ekur hægt í vinstri akgrein
-svínar fyrir mig en ekur svo á 20km hraða, ef það var að drífa sig svona mikið að það hætti mínu lífi og sínu með því að svína, þá ætti það að þora að aka hraðar
-tyggur klaka eða frostpinna, eini gallinn við kokteildrykkju minnar og Neil, það hrellir mig þegar hann tyggur klakana
-talar vibba hátt í gemsa á annars þöglu bókasafni

og margt, margt annað


kannski þoli ég yfirhöfuð bara ekki fólk

ja maður spyr sig

|

Wednesday, April 19, 2006

Síðan ég fékk barþjónaskírteinið í hendurnar hef ég verið að dunda mér við að koma mér upp heimabar. Það byrjaði á því að Neil ruddi til plássi svo ég hefði hillu í eldhúsinu nokkurn veginn bara undir bardótið og svo byrjaði ég að safna.

Það er nú ekki komið mikið ennþá, en ég stefni á að eiga ekki bara áfengið sem þarf í helstu drykki heldur blandið líka, svo ég hef verið að grípa hitt og þetta þegar ég versla til heimilisins, eins og litla kippu af kókdósum og nokkkrar litlar flöskur af hinum og þessum söfum. Einnig hef ég verið að prófa mig áfram í kokteil-listum, með kokteilhristaranum sem ég á og nota ég þá gjarnan eiginmanninn og sjálfa mig sem tilraunadýr.

Þessir hafi komið vel út:

Cube Libre
Glært romm
kóka kóla
límónudjús (ekki úr ógeðisplastlímónu, heldur svona eins og maður kaupir í vínbúð, nema þið sem verslið í átvr, kaupið í Hagkaup eða 10 11, úr flösku alltént, ekki úr plastlímónu)
klakar

ekki hrista drykkinn og reynið að hafa gott hlutfall af öllu, eins og únsa til tvær af rommi, kók eftir smekk og dass af límónudjús (dass er einn fjórði úr únsu)

Bay Breeze
únsa til tvær af vodka
fyllt upp með trönuberja (cranberry) og ananas-safa
hrist eða hrært með klökum

|

Tuesday, April 18, 2006

Vitiði hvað mér finnst svo sniðugt að ég ræð mér ekki fyrir kæti?
Netflix.
Vídjóleiga á netinu.

Það virkar þannig að maður greiðir mánaðargjald fyrir þessa þjónustu og velur sér prógram, akkúrat núna er ég að skipta úr prógramminu tvær myndir í einu, í mesta lagi fjórar á mánuði yfir í þrjár myndir í einu ótakmarkað á mánuði.

Maður fær notendanafn og leyniorð á síðunni og býr til röð af myndum sem mann langar að sjá, myndina sem maður vill fá næst hefur maður í efsta sæti, o.s.frv. Myndirnar koma senda í pósti og þegar þú ert búinn að horfa á þær seturu þær aftur í umslagið og í póst, (þarft ekki að setja frímerki, þeir sjá um það).

Maður þarf aldrei að borga sekt eða skila myndinni fyrir einhvern ákveðinn tíma, ef ég vil hafa mynd í tvær vikur þá bara geri ég það. En um leið og ég er búin að horfa á myndina og setja hana í póst, fæ ég senda aðra í staðinn.

SVo þegar ég er búin að horfa á myndina og skila henni skrái ég mig inn á síðuna og ef myndinni einkunn, til dæmis núna, ef ég gef Brokeback mountain geðveikt góða einkunn, þá koma upp uppástungur. Þeir sem fíla brokeback mountain fíla einnig, þetta þetta og þetta.

Ég er búin að gefa fullt af myndum einkunn svo að þeir eru með fullt af uppástungum fyrir mig. Einnig getur maður leitað að mynd eftir flokkun, það eru allir augljósu fokkarnir, grín, hasar, teiknimyndir, en svo eru líka flokkar sem eru verðlaunamyndir og þar getur maður séð öll helstu verðlaunin eins og óskarinn og BAFTA og hvaða mynd fékk verðlaun fyrir hvað, hvaða ár.

Og úrvarlið er hreint ekki slæmt. Til dæmis er ágætt úrval af íslenskum myndum.

Nú svo um daginn fékk ég rispaðan disk, þá fór ég á netið og tilkynnti það og annar diskur með sömu mynd var sendur mér um leið í póstinum.

Fyrir þá sem vilja kynna sér nánar hvað þetta er drullusniðugt þá er síðan hér.

|

Monday, April 17, 2006

Í kommenti hér að neðan benti móðir mín á mikilvægi þess að spyrja til vegar og minntist á fólk sem hefði hugsanarháttinn I´d rather cruise all day than ask for help. Ég vil taka það sterkt fram að ég bið alltaf um leiðbeiningar þegar ég er í vanda og ef ég gerði það ekki væri ég annað hvort a) búin að villast langt, langt í burtu og væri villuráfandi um norður karólínu núna eða b) ennþá að leita að bílnum mínum í Providince. Stundum er bara ekki rétt fólk á ferðinni sem maður getur spurt.

Í öðrum fréttum,
ég átti æðislega páska,
fórum til tengdó í gær morgun í morgdegismat, sem er íslensk þýðing á orðinu brunch sem gefur auga leið að er breakfast plús lunch (æi hvar er aftur plús takkinn á ísl. lyklaborðinu? ah þarna er samasem =) ógisslega góð eggs benedict og ávaxtasalat og alls konar gotterí. Eftir það fórum við til hinnar fjölskyldunnar okkar hérna sem eru þau Marlísa, Ari Páll og börn, sem voru einmitt með íslendinga frá Húsavík í heimsókn auk þess að hafa í mat stórfjölskyldu Marlísu.

Það var alveg hörkustemming, bæði boðið upp á íslenskt hangikjöt með öllu og svo ameríska skinku. Ameríkanarnir kynntu sér íslenska matinn og íslendingarnir ameríska og allt lék í lyndi. Veðrið var svo gott að fólk skellti sér bæði í blak, sippukeppni og meira að segja braust út hörku snú snú í lok dagsins.

En maður verður nú að viðurkenna að maður er þraul-ósáttur við þennan ameríska ósið að taka sér ekki almennilegt frí í tilefni hátíðarinnar, í dag er maður bara mættur í skólann, og er kominn á fullu í tíma og ritgerðarskrif aftur. Það var gefið eins dags frí í skólanum mínum í tilefni páskanna.

Eina fólkið sem heldur upp á páskana með stæl er greinilega fólkið sem á Thai Pepper en hann var mér og mínum manni til mikilla leiðinda lokaður á laugardagskvöldið. Ég var búin að hlakka svo mikið til að fá Thai mat að ég næstum því fór og grýtti fúleggi í gluggann hjá þeim til að hefna mín á þessum helvítis ótuktarskap.

Jæja,
fretrassaljótfeita bíður (það er það sem ég kalla ritgerðina sem ég er að gera í daglegu tali).

|

Saturday, April 15, 2006

Ég vil vekja athygli á því að einn af mínum eftirlætisþáttum þetta skólaárið hefur göngu sína á skjá einum í kvöld klukkan hálfátta.
Það mun vera hinn umdeildi ameríski Office.

Já,
við vitum öll að breska útgáfan er frábær og góð og jafnvel betri en ameríska. En fyrir unnendur góðs sjónvarpsefnis mæli ég með því að taka niður fordómagleraugun og njóta góðs húmors án þess að vera alltaf með fisjað upp á nefið að bera hluti saman.

Annars er komið að nýjum lið á blogginu...........
spurningakeppni:

Úr hvaða teiknimyndarseríu er þessi setning:

"Góða nótt, góðir hálsar, hvar svo sem þið eruð."

Ég kem með hint ef enginn getur þetta.

Ójá,
verðlaun.

Í verðlaun er póstkort frá mér með mynd af listaverki sem ég sá um daginn á RISD safninu í Providince.
Þess má geta að ég þurfti að fara á þetta safn til að velja mér verk til að skrifa um fyrir listasögu og mér gekk eftirfarandi að komast þangað.

Ég leitaði að leiðbeiningum á netinu til að finna bílastæðaskúr til að leggja í. Týndist út um alla borg og fann hvergi bílastæðaskúrinn, götur voru ýmist lokaðar vegna viðgerða eða voru bara ekki þar sem þær áttu að vera. Endaði á að finna allt annan bílastæðaskúr og lagði þar. Lengst í burtu frá safninu. Spurði um leiðbeiningar til að finna safnið, lagði af stað fótgangandi og týndist. Fékk tár í augun, reif leiðbeiningarnar í tætlur, ráfaði um án þess að vita hvert ég væri að fara tautandi "ég hata þessa helvítis borg, helvítis kennarinn, helvítis allt, djöfull!". Endaði einhvern veginn á því að finna safnið.

Skoðaði safnið, valdi verk til að skrifa um, lagði af stað í áttina að bílastæðahúsinu. Fann hvergi bílinn, labbaði út um allt bílastæðahús, (svona tíu sinnum stærra heldur en í Kringlunni) var alveg við það að gefa upp von þegar ég hitit á einhvern sem vann þarna og benti mér á að bíllinn minn var í hinni byggingunni.

Fann loksins bílinn eftir að hafa labbað 10-15 km á einum degi, bjó mig undir að keyra beint heim, tók vitlausa beygju og endaði á því að rúnta um providince án þess að hafa hugmynd um hvert ég væri að fara. Hugsaði "ég sakna Íslands". Endaði á því að finna elskulegt skilti sem benti mér hvar 95 south væri. Þegar ég komst upp á highwayinn sem lá heim á leið hugsaði ég "það mun líða smá tími þangað til ég kem hingað ein keyrandi aftur."

Jæja,
tími kominn til að fara upp í skóla og klambra saman tveim ritgerðum.

|

Friday, April 14, 2006

Hahahahahahaha!!!!!!!!!!!!
frábært!

|

Wednesday, April 12, 2006

Jæja hvað finnst þér
Begga var að gera svona ansi sneddí dæmi og ég varð bara að herma
allir að klikka hér og velja fimm sem þeim finnst passa við mig.
Þið megið meira að segja gera undir dulnefni.

|

Ég sofnaði í gær þegar ég var að lesa fyrir Daníel í mínu eigin rúmi og hálfvaknaði þegar Neil kom til að fara að sofa og var svona milli svefns og vöku.
Hann sagði að ég hefði sagt:
"Hvernig vaff ert þú?"
"Hvernig vaff viltu að ég sé?"
"Vaff með hólfum."

Undarlegt samtal.

|

Monday, April 10, 2006

Þið verðið öll að sjá syrpuna sem var í kastljós seinasta föstudag,
af gömlum söngvakeppni framhaldsskólanna keppnum.
Djöfull var þetta ógó fyndið,
ég var með kjánahroll næstum allan tímann.

Annars er ekkert nýtt í fréttum,
horfði á eina góða mynd um helgina
the constant gardener.

Er á fullu að basla saman ritgerðum og læra.
Í stuði með guði.

Það eru komin ný vídjó á DB síðu.

|

Saturday, April 08, 2006



Ég dýrka þegar maður finnur óvart eitthvað skemmtilegt úr fortíðinni.
Ég var að hjálpa Marlísu vinkonu minni að taka til í kjallaranum hjá sér um daginn þegar ég rakst á þessa tösku. Ég fékk þessa tösku í annað hvort 11 eða 12 ára afmælisgjöf frá nokkrum (eða öllum) strákum í bekknum. Ég notaði hana mikið, tók hana með í skíðaferðalög, Vindáshlíð, sumarbústaðaferðir, og í heimsókn til Marlísu í (annað hvort þegar hún bjó hér í Ameríku eða þegar hún bjó á Húsavík) þar sem ég hef gleymt henni. Og ekki séð hana í mörg, mörg ár. Það var ótrúlega fyndið að finna hana þarna í kjallaranum um daginn, sjá nafnið mitt næstum búið að þurkast út, eftir að hafa verið skrifað með svörtum tússpenna, og rifja upp minningar.

Það hefur annað svona skrýtið gerst með mig og Marlísu.
Þegar ég var sautján ára gaf mamma mér svona plein hvítan anorakk, eða jakka, (ég skil aldrei alveg muninn á þessu tvennu), með hettu og rennilás, sem hentaði svo ansi vel við hin ýmsu tækifæri og var þar að auki þægilegur. En það sem var skrýtið við þennan jakka var að hann var með stórum vasa aftan á.
Allaveganna, ég týndi honum þegar Daníel var nýfæddur og fann hann aldrei aftur en leitaði mikið. Tveimur og hálfu ári seinna var ég búin að sætta mig við að hann væri týndur og var flutt hingað til Ameríku þegar Marlísa kemur í heimsókn til mín eitt kvöldið í jakkanum! Hún sagðist hafa fundið hann í búð sem systir hennar átti (og ég vann einu sinni í) en engan fundið eigandann svo hún hafi byrjað að nota hann.
Ég hef þá komið í búðina þegar ég var hérna í heimsókn þegar Daníel var pínku lítill, skilið hann eftir í búðinni og þess vegna aldrei fundið hann þegar ég leitaði heima hjá mér. Ótrúlegt.

Kannski sé ég eitthvert ykkar einhvern tímann í svarta bikiníinu mínu með bleiku blómunum sem ég fann aldrei sama hvernig ég leitaði.

|

Wednesday, April 05, 2006

Er lost ekki að djóka??!!!
venjulega er ég skilin eftir í svo mikilli spennu í lok hvers þáttar að ég er alveg að fara yfir um en í kvöld var spennan meira svona spúkí........hvað er í gangi ó mæ gad ég trúi þessu ekki,
vott?!!!

Oh,
ég vildi að ég gæti fengið næstu þrjá þætti akkúrat núna.
Spennandi andskoti.

|

Sjónvarpsgagnrýni Dísu

* Í einum af fyrstu þáttunum af Desperate Housewives sagði Martha Hoover við Susan Myers að hún væri að passa krakkann hennar Edie Britt það kvöld vegna þess að Edie var að fá gest. Þessi krakki er núna horfinn og enginn hefur minnst á hann fyrr né síðar.

* Í Friends spurði Gunther eitt sinn Rachel hvenær hún ætti afmæli og hún maí eitthvað. Mögum þáttum seinna var hún að daðra við lögregluþjón og sagðist þá vera vatnsberi.

* Pheobe úr Friends var grænmetisæta sem borðaði ekki kjöt og vildi alls ekki ganga í fötum búnum til úr dauðum dýrum eins og sást greinilega þegar mamma hennar gaf heni loðkápu. En þegar Monica og Rachel héldu barnasturtu (babyshower) fyrir hana þá ákváðu þær að gefa henni leðurbuxurnar sem henni hafði svo lengi langað í.

* Eitt sinn dró Ross (úr Friends) fram hljómborðið sitt og fór að spila fyrir vini sína tónlist sem hann hafði samið á sínum háskólaárum. Þeim fannst öllum tónlistin ömurleg, Chandler sem og öðrum vinum. Seinna þegar horft er til fortíðar í einum þætti sést hvar Chandler og Ross eru í háskóla, og eru að rabba saman um hljómsveitina sem þeir eru saman í......

Kann einhver einhver fleiri svona dæmi?

og já ég veit að ég er sorgleg og þarf að get a læf

|

Monday, April 03, 2006

Ingibjörg, er þetta tvífari bróður míns?

Það var bara nokkuð ágætt á barþjónanámskeiðinu, jafnvel þó að ég þyrfti að eyða helginni minni frá eitt til átta báða dagana í kennslustofu........en hei, sumt lætur maður sig hafa.

Við lærðum hvernig á að hella einni únsu án þess að mæla eina únsú í mæliskeið, lærðum um helstu áhöld sem barþjónar nota, lærðum hvernig á að blanda hina ýmsu drykki og æfðum okkur, og svo var alkahól seiftí heill kafli sér út af fyrir sig.

Núna verða nefnilega allir sem vilja fá að afgreiða áfengi í ród æland að hafa farið í gegnum tips prógrammið sem er alkahól seiftí. Það er ekki til að koma í veg fyrir að fólk keyri undir áhrifum heldur til að koma í veg fyrir að fólk verði of drukkið. Svo það er bara svona beisik hvað maður þarf að hafa augun opin fyrir og hvernig er á kurteisan hátt hægt að segja viðkomandi að hann fái ekki meira að drekka.

Fíneríis námskeið.

Önnur umferð af nágrönnum á neðri hæðinni er að flytja út. Eigandinn (sem þykist ekki vera eigandi heldur vinna fyrir eigendurnar, það er önnur saga, sem ég verð að muna eftir að segja við tækifæri) kom í gær og sagði Neil að hann hefði látið loka fyrir rafmagn á neðri hæðinni til að losna við fólkið sem borgaði víst ekki leigu.

Fegin er ég! Þau voru alltaf með sjónvarpið svo hátt stillt hjá sér og voru greinilega með eitthvað sörránd sánd, svo að mín íbúð nötraði þegar þau voru að horfa á eitthvað. Við heyrðum að umferð þrjú af nágrönnum sé fólk með börn. Vonandi er það eðlileg fjölskylda en ekki einhver eins og við köllum á ísl-ensku hvítt drasl.

Samt get ég ekki að því gert að ég vorkenni þeim eitthvað smá. Nágrönnunum sem voru að flytja út. Ég veit ekki alveg af hverju.

|

Saturday, April 01, 2006

Dí mar,
það var aprílgabb um að barnaland væri að fara að loka og ég panikkaði,
en mitt í öllu panikkinu fann ég til léttis....

furðulegt.

Ég held að barnalands dagar minnar fjölskyldu séu að verða búnir, sérstaklega ef einhver getur bent mér á síðu þar sem ég get sýnt vídjó.

Talandi um vídjó það eru nokkur mjög sæt á Daníels síðu núna.

|