Friday, December 30, 2005

Bravó Madonna,
Bravó.

Fyrir gott sampl á nýju plötunni.
Sérstaklega fyrir að hafa áttað sig á að I feel love með Donnu Summer er ómissandi á dansplötu vegna þess að það er ef til vill besta danslag allra tíma.

Í öðrum fréttum:
Mamma sæta á afmæli í dag og er núna orðin svona fimmtán árum eldri en hún lítur út fyrir að vera.

Bravó mamma,
Bravó.

|

Thursday, December 29, 2005


Þetta er aðalgatan í bænum sem ég bý í, Westerly.

Ég fór að spá í það í gær,
ætli Íslendingar eigi met í bloggi.......
miðað við höfðatölu?

Það virðist allaveganna vera að allir, næstum, á aldrinum 20-35 í Reykjavík séu með blogg og myndasíðu.........eða annað hvort eða bæði.

Yfir þessu er hægt að gleyma sér og hlæja.

|

Wednesday, December 28, 2005

Engillinn minn hún Kata.
Reddaði málunum.
Kem á gamlársdag.
Sjáumst öll hress.

|

Tuesday, December 27, 2005

Vegna smá mannlegra mistaka komst ég ekki til landsins á þeim tíma sem ég ætlaði mér.
Einnig.......
get ég ekki séð fyrir á þessari stundu hvenær ég mun komast heim.
Mér þykir það leiðinlegt.
Mjög leiðinlegt.
Vonast til að sjá ykkur öll sem fyrst.
Er hjá ykkur í hjarta.

|

Saturday, December 24, 2005

Gleðileg jól kæru labbakútar nær og fjær!
Við sjáumst bráðum hress.

|

Friday, December 23, 2005

Ég má til með að tala aðeins um fólk sem mér þykir svo frábært.
Íslendinga.

Ég er að horfa á Ísland í dag þar sem er verið að ræða mál Særúnar Williams.
(Fyrir þá sem hafa verið með lokuð augu og puttana inn í eyrunum kíkja á Ísland í dag frá 22.des á veftv, visir.is)
Og þegar ég horfi á þetta sé ég í hnotskurn það sem er svo sérstakt og fallegt við Íslendinga.
Hvað Íslendingar eru eins og ein stór, eða lítil, fjölskylda þegar eitthvað bjátar á.

Stundum fara þeir í taugarnar á mér hvað þeir eru lokaðir í hinu dags daglega lífi og miklir þursar í umferðinni en þeir eru fallegir að innan.

|

Ég fór í jólapartý með vinnunni í gær.
Djöfull var gaman.
Reyndar er ég hætt í þessari vinnu,
en mér er samt ennþá boðið með þegar partý eru haldin vegna þess að þeim finnst ég svo frábær. Awwww.

Svo á morgun koma jólin.
Hinn koma meiri jólin og þá flýg ég til Íslands.
Sneddí.
Hlakka til að sjá ykkur öll útúrtjúttað hress.

|

Thursday, December 22, 2005

wine
You taste like wine. You have a bittersweet
sophistication. Your fine sensibilities and
delicate flavors intoxicate those around you.

How do you taste?
brought to you by

|

Wednesday, December 21, 2005

Jæja skepnurnar mínar.
Núna er ég búin að maka á höfuð mitt lit þann er við súkkulaði-hnetusmjör er kenndur. Og hef tekið þá ákvörðun að vera brúnhærð þangað til ég hef nægan pening aflögu til að eyða í þá helvítis vitleysu sem það er að fara á stofu reglulega til að vera fín og sæt (þó það sé gaman).

Ef ykkur finnst þetta eitthvað ósmart þegar þið sjáið þetta í persónu þegar ég kem heim, þá bið ég ykkur vinsamlegast að liggja á skoðunum ykkar (taki þeir til sín sem eiga.)

|

Ég eyddi deginum í gær í Boston ásamt mömmu, tengdamömmu og syni.
Það var gaman.
Komst að því í morgun að ég er með 94 transfer einingar en ekki 40 eins og ég hélt.
Það þarf 120 einingar til að útskrifast.
En samt vantar mig fullt af fögum til að útskrifast.

Flókið mál.

Spurt er: af hverju vill enginn vinna á leikskóla í Kópavogi?

|

Monday, December 19, 2005

Fyrir aðdáendur DBB vil ég benda á að móðir hans elskuleg var rosalega dugleg í gær að setja inn þrjú ný myndbönd af honum á síðuna hans, hóst (þegarhúnáttaðveraðlæra) hóst.
Farin í próf.
Þarf bara fyrst að athuga hvað eru mörg inches í einni hönd, hönd er notuð til að mæla stærð hesta.

|

Sunday, December 18, 2005

Vitiði hvað mér finnst ógeðslega fyndið.
Sirrý (í fólki) fer í bæinn, til að taka púlsinn á fólki, svona handahófskennt.
Og fólkið sem hún bara handahófskennt rekst á er Fjalar Sigurðsson, Freyr Gígja og Jón Gnarr.
Hvílík tilviljun að þeir voru bara allir í bænum þegar Sirrý fór að taka púlsinn á fólki.

|


Vissuð þið að þessi fræga fjölskylda býr rétt hjá mér?

Í öðrum fréttum, Rhode Island er 4.001 ferkílómetrar að stærð og þar búa ein milljón manns.
Ísland er 103.000 ferkílómetrar að stærð og þar búa 296.737 manns.

Í Westerly búa 22.966 manns og sá bær er 184 km2 að stærð.
Í Reykjavík búa 184.000 manns en getur einhver sagt mér hversu margir ferkílómetrar borgin er?

|

Friday, December 16, 2005



Þessi mynd er tileinkuð Tinnu.

Í öðrum fréttum:

den lille familí hefur ákveðið að 2/3 hlutar munu koma til Íslands milli jóla og nýárs, og 1/3 ætlar að hlaða batteríin og búa sig undir önn sem byrjar allt, allt of snemma á árinu. En hinir 2/3 sem koma til landsins hlakka til að hitta alla sem þeim þykir vænt um og sýna nýjar kúnstir sem við erum búin að læra, eitt okkar var til dæmis að læra að smella fingrum og er mikið að því þessa dagana.

Móðir góð er að fara í flug 19.desember og mun hitta mig í eina dagstund í desember. Hún mun koma með jólagjafir nokkrar og matvæli. Þegar við vorum að ræða þessi matvæli sagði Daníel "is she going ot bring the pink stuff, that we fold like this, and the stuff that goes around it." Eftir að hafa spurt hann spjörunum úr, fattaði Neil að hann var að tala um hangikjöt, og the stuff that goes around it er flatkaka. Ég náði vídjói af þessu og ætla að setja inn á síðuna hans.

|

Thursday, December 15, 2005

Hvað segiði krakkar....

er matvöruverð hæst á Íslandi af öllum löndum Evrópu?

jiiiiii hvað ég er hissa.

not

|

Wednesday, December 14, 2005

Hvað í asskotanum,
bara bullandi hasar í gangi ha?

Ég er að læra.
Læra undir próf.
Ekkert eitt einasta annað í fréttum.
Jú, hárið á mér er appelsínugult með svartri rót, býður sig einhver fram í að skella smá lit í það þegar til Íslands er komið?

|

Tuesday, December 13, 2005


Húmor dagsins er í boði JYJ hf.

Í öðrum fréttum:
"Ég hlakka svo til,
ég hlakka alltaf svo til
að vera búin í prófum,
og vonandi ná öllu."

|

Monday, December 12, 2005



Heyrðu´skan skellum á þig smá varalit áður en þú ferð fram á sviðið að sýna föt, svo þegar sýningin er búin þá keyrum við þig beint upp á spítala þar sem þú færð næringu í æð og sálfræðihjálp.

Vonandi nærðu að jafna þig á þessum sjúkdómi.
En þá reyndar muntu tapa þessum fyrirsætuvexti og þurfa að finna þér aðra vinnu.

Æ, æ.

|

Sunday, December 11, 2005





Ég var með fyrirlestur nýverið um eitt stórt vandamál amerískra kvennna.

Fyrirmyndirnar úr fjölmiðlum eru alltof óraunhæft mjóar.

Tökum sem dæmi hana Summer hérna úr the OC. Hér sjáum við greinilega að þegar henni er skellt inn í hóp eðlilegra unglingstúlkna virkar hún svona svoldið eins og hún sé......tannstöngull. Svo er ég með eina góða af Kate Bosworth (???).

Og svo að lokum ein góð af týskusýningargellu einhvers staðar.

Æi,
af hverju geta þær ekki farið inn í þeirri röð sem ég vill.

Jæja,
you get the point.

|

Friday, December 09, 2005



Partítröll

Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.

Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.

Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.

Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.

Hvaða tröll ert þú?




Ókei.......
jafnvel þó ég hafi hakað við að í partýum væri ég yfirleitt meira í eldhúspartýinu en á dansgólfinu. Ég á hvorki Ipod né þetta þarna hitt, en ég á alltaf, og mun alltaf eiga adidas skó, nánar tiltekið shelltoe, eða superstar, æi það eru mörg mismunandi nöfn á þessum elskum, en þið sem þekkið mig best vitið um hvað ég er að tala.

En jæja,
þetta var gaman.
Deilið svo öll með mér hvernig tröll þið eruð.

Annars held ég að ég sé meira svona: "kann ekki að eyða tíma sínum rétt - tröll".

|

Thursday, December 08, 2005

Vitiði hvað er ennþá betra en að finna fimm dollara seðil í vasanum?

Að vera að róta í öryggishólfi heimilisins og finna tvær ávísanir sem samanlagt eru virði rúmlega sex hundruð dollara.

Þetta er helst í fréttum:
ég er mesti fjármálakjáni sem ég þekki,
set þetta yfir listann yfir allt sem ég ætla að gera öðru vísi á næstu önn,
annars lítur sá listi svona út.

1) Hreyfa mig meira
2) Vera skipulagðari þegar kemur að skólamálunum
3) Hætta að eyða svona miklum tíma í vitleysu
4) Skipuleggja tíma minn betur
5) Horfa djúpt inn á við og reyna þar að finna frið og ró í sálina.
6) Taka mig á í fjármálunum.

Oj,
það hljómar ekkert leiðinlegra en númmer sex.
Ég veit ekkert meira boring en fjármál.
Sérstaklega þegar þau líta sirka svona út:

- ég á engan pening en fullt af skuldum
- ég mun ekki eiga pening næstu árin heldur bara skuldir
- það er margt sem mig langar að gera í lífinu en peningar standa í vegi fyrir því
- hvernig er hægt að skipuleggja fjármálin sín ef maður lifir á lánum?

Oh,
ég er viss um að ég væri ekki svona kexrugluð ef námsmannaþjónustu Íslandsbanka hefði sent mér brúnkuklúúúúúúút!

|

Monday, December 05, 2005

Úbbs.
Mér finnst ekki mjög töff að vera manneskjan sem sefur fram á borðið sitt í tíma.
En ímyndum okkur þetta.
TUttugu og fimm manns inn í einni lítilli skólastofu.
Allir gluggar lokaðir og hitinn á fullu.
Hornið sem er lengt frá einhvers konar gátt að súrefni (hurðinni sem var opin) þar sit ég.
Með ofn við hliðina á mér og fyrir aftan mig.
Súrefnismagnið í andrúmsloftinu í kringum mín öndunarfæri var held ég svona 2 prósent, í mesta lagi.
Svo ég bara gat ekki haldið mér vakandi.
Og nú veit ég ekkert um Kant og kenningar hans.
Búhúhúhúhúúúúhúúúhúúúhú!

|

Sunday, December 04, 2005

Tímaleysið og fleira er alveg að fara með mig þessa dagana........
vegna mikið-að-gera-í-skólanum-leika

svo ég hef ekki tíma til að blogga

skelli þess í stað inn einni lítilli gátu

Ég fæðist með miklu hljóði
en er engu blóði.

hver er þetta?

|