Thursday, December 08, 2005

Vitiði hvað er ennþá betra en að finna fimm dollara seðil í vasanum?

Að vera að róta í öryggishólfi heimilisins og finna tvær ávísanir sem samanlagt eru virði rúmlega sex hundruð dollara.

Þetta er helst í fréttum:
ég er mesti fjármálakjáni sem ég þekki,
set þetta yfir listann yfir allt sem ég ætla að gera öðru vísi á næstu önn,
annars lítur sá listi svona út.

1) Hreyfa mig meira
2) Vera skipulagðari þegar kemur að skólamálunum
3) Hætta að eyða svona miklum tíma í vitleysu
4) Skipuleggja tíma minn betur
5) Horfa djúpt inn á við og reyna þar að finna frið og ró í sálina.
6) Taka mig á í fjármálunum.

Oj,
það hljómar ekkert leiðinlegra en númmer sex.
Ég veit ekkert meira boring en fjármál.
Sérstaklega þegar þau líta sirka svona út:

- ég á engan pening en fullt af skuldum
- ég mun ekki eiga pening næstu árin heldur bara skuldir
- það er margt sem mig langar að gera í lífinu en peningar standa í vegi fyrir því
- hvernig er hægt að skipuleggja fjármálin sín ef maður lifir á lánum?

Oh,
ég er viss um að ég væri ekki svona kexrugluð ef námsmannaþjónustu Íslandsbanka hefði sent mér brúnkuklúúúúúúút!

|