Ég sat við eldhúsborðið heima hjá mér áðan þegar lagið mitt kom í útvarpinu.
What a feeling...........
ég fer alltaf í fíling þegar ég heyri þetta lag.
Fyrsta uppáhalds lagið mitt ever.
Ég átti plötuna, held ég hafi aldrei séð myndina fyrr en ég var orðin 2o ára.
En þegar ég var fjögra eða fimm ára átti ég plötuna og eeeeeelskaði þetta lag.
Ég stundaði það að fá Tinnu frænku mína í heimsókn, við klæddum okkur í undirpils (svona hvítt pils með blúndum) og dönsuðum svo eins og brjálæðingar við þetta lag.
Og enn þann dag í dag fer ég í fíling þegar ég heyri þetta lag.
Er annað hægt?