Í gær var ég á þönum að smyrja mér nesti og hafa til allt sem ég þurfti að taka með í skólann og hugsa um allt sem ég þurfti að gera og........
ég læsti mig úti.
Þegar Neil kom heim sá hann miða á hurðini sem á stóð "Sorry I had to kick the door in, I thought I left the stove on" sem var lygi. ÉG hafði bara ekki tíma til að gera neitt annað en að sparka niður hurðina. Svo núna ætla ég að fela varalykil einhvers staðar í húsinu.
Hann lagaði hurðina heilmikið. Hún var verri eftir að ég braust inn fyrst. Hann tók hurðarhúninn úr baðherbergishurðinni, svo núna er bara gat þar sem var hurðarhúnn.
En djöfull var þetta hressandi maður. Ansi góð útrás. Ég ætla að fara að leita mér að einhverjum svona box tímum til að fara í.