Sunday, November 13, 2005


Þriggja og hálfs árs, eru þetta eðlilegir listahæfileikar eða er það rétt hjá mér að barnið mitt sé snillingur? Endilega látið komið með skoðanir á þessu máli. Ég lofa að móðgast ekki þeim sem verða ósammála mér (je ræt, þið farið á óvinalistann minn, neh, er að djóka, þið vitið það krakkar.)

Allaveganna,
í öðrum fréttum. Ég hitti hinar tvær íslensku stelpurnar sem eru í URI (University of Rhode Island) á föstudaginn. Skemmtilegar stelpur, báðar fótboltasnillingar (að mér skilst, skil íþróttamál voða lítið) og voða skemmtilegar. Rólegri í tíðinni en hinir drykkjuboltarnir í skólanum sem eru á þeirra aldri. Vissuð þið að URI er einn af helsti partý skólum landsins, og krakkarnir flestir sem eru í skólanum drekka sig blindfulla á næstum hverju einasta kvöldi?

En nóg um það, ástarhnoðrinn hún Þórunn (ó já, stelpurnar heita Þórunn og Dóra María) hún sagði mér svo frábærar fréttir að ég hef ekki getað þurrkað brosglottið af andlitinu mínu síðan ég talaði við hana......

Kennsla eftir áramót, byrjar aftur...........23. janúar!!!!!
ó mæ gad!
Þýðir þetta að ég geti kannski haldið risa partý fyrir alla sem ég þekki þegar ég verð 1/4 aldar gömul þann 20.janúar 2006?

SEGIÐ MÉR HVAÐ YKKUR FINNST UM ÞESSI MÁL BÖRN!

|