Friday, November 04, 2005

Planið.......
Í dag er föstudagur:
- á að skila 2-3 bls ritgerð sem er gagnrýni um grein í kvennafræðum, verð að vanda mig extra mikið til að bæta upp fyrir fjandans D-ið sem ég fékk um daginn
- á að skila langri ganrýni á ritgerð annarrar stelpu í heimspeki þar sem ég sýni kennaranum allt sem ég kann um tiltekna málefnið sem hún skrifaði um
lau:
-ætti að læra allan þennan dag en mig langar til að eiga einn heilan dag með manni og litlum manni ótrufluð frá áhyggjum og stressi og njóta fjölskyldunnar
sun:
-vinna frá sjö til hálffjögur (heyrði ég einhvern hugsa, "rugl" já, ég hugsaði það líka og nú hef ég sagt upp vinnunni, sökum álags, meira um það seinna)
mán (í næstu viku):
-er í tímum samfleytt frá ellefu til þrjú
þri:
- á að skila fimm blaðsíðna ritgerð með a.m.k. fjórum "scholarly" (íslenskt orð óskast, vinsamlegast skiljið það eftir í kommentakerfinu) greinum um kosti og galla þess að hafa ó-einka-væða ameríska heilbrigðiskerfið. Það gengur ekki jafn vel og ég bjóst við að finna heimildir, ég er hrædd.
- á að skila 500 orða grein um fund sem ég fór á, ég á ennþá eftir að fara á fund (og það er föstudagur í dag......)
mið:
- próf úr fjórum hnausþykkum köflum í american politics, ég er ekki byrjuð að lesa
- próf úr þremur hnausþykkum köflum í animal science, ég er aðeins byrjuð að lesa
fim:
- 500 orða grein um íþróttir, þarf annað hvort að fara á íþróttaleik eða taka viðtal við einhvern þjálfara um hvernig önnin hefur verið eða eitthvað í þeim kanntinum, verð að reyna að finna mér tíma til að skilja hvað íþróttir eru og hvernig þær virka......

Inn á milli þess að gera allt þetta:
taka til, þvo þvott, skipta um sængurföt, eiga tíma með manni og barni, reyna að borða eitthvað hollara en snickers og twizzlers og kók á tímabilinu á milli morgunmats og kvöldmats, fara með eitthvað LÍN dót á einhverja skrifstofu í skólanum sem kostar að bíða í röð og eyða tíma með skrifstofublók sem reynir að finna út úr hvað það er sem LÍN vantar og hvernig hún getur reddað því, filla út einhvern andskota fyrir eitthvað velferðareitthvað.......panta tíma hjá ráðgjafa og plana næstu önn, og reyna að ná úr mér þessu kvefi sem er að drepa þvílílkt mörg tré því ég þarf að snýta mér sirka tvisvar á mínútu og hósta eins geltandi rotweilerhundur.

Þið spyrjið ykkur kannski..........
af hverju er hún svona á seinustu stundu með þetta allt?

Ástæðan er,
flestar aðrar vikur síðan ég byrjaði í þessum skóla hafa verið mjög svipaðar.

Jább,
mikið að gera, kæru hálsar.

|