Thursday, November 03, 2005

Hei Bryndís,
ég skrifa sjaldnar í vefdagbókina vegna þess að ég er með minnimáttarkennd ef ég skrifa einhverjar tvær setningar, vegna þess að ónefnd húsfrú kom einhvern tímann með kommentið "hei, róleg á að skrifa lítð og lásí" eða eitthvað í þá áttina, svo núna er ég alltaf að bíða eftir að ég hafi tíma til að skrifa mjög ýtarlega og djúsí sögu í hverri vefdagbókarfærslu, með upphafi og endi en það getur reynst erfitt vegna þess að ég hef svo moðerfobbíng (ég ritskoða mig, ég meina hei ég er nú móðir) lítinn tíma.
Svo viltu fáar stuttar færslur eða margar langar?

Í öðrum fréttum er þetta helst:
allt of mikið að gera í þessum blessaða skóla. Djísús mar.
Jæja,
ég má ekki vera að þessu!
en ástæðan fyrir að ég má frekar vera að þessu heldur en hinu er sú að hérna má ég skrifa stutt og snubbótt!

og svo getur verið svoldið erfitt stundum að skrifa um barnið sitt, þá þarf maður að ritskoða sig meira.

|