Tuesday, November 01, 2005

Eitt af því skemmtilegasta við að vera mamma er þegar barnið manns segir eða gerir eitthvað sem yljar manni svo mikið um hjartaræturnar að maður veit að maður getur dáið með hamingjubros á vörunum.

Eins og í morgun, ég og Daníel að tala saman:
ég: Þegar þú verður stór flytur þú burt frá mér og pabba og ferð að búa með einhverjum öðrum, kannski konu
Daníel byrjar hljóðlega að væla og eitt tár lekur niður kinnina: But I like you and pabbi so much

Ég býst við að þetta sé kannski eitt af þessum mómentum þar sem við barnaforeldrarnir virkum væmin og vemmuleg í augum barnlausa fólksins þegar við tölum um börnin okkar, en mér er sama, ég bara varð að deila þessum sætleika með ykkur.

Halloween var í gær,
rosa stuð,
löng saga um allt sem því viðkemur verður póstuð á heimasíðu Dadú Padda.

|