Ó, var ég búin að gleyma að segja ykkur að bloggið mitt er einnig tilkynningarkerfi í staðinn fyrir ímeil.
Önnur tilkynning dagsins:
Kæra Sasa
síminn hjá mér er 001-401-596-1686
og tíminn er.......ísland plús fimm.
Þannig að ég veit ekki hvernig hann er miðað við Danmörku.
Var ég bún að segja ykkur hvað mér finnst ég heppin að eiga svona ógeðslega marga og skemmtilega vini sem ég elska?
Ég myndi nú bara segja að ég væri einkar rík og heppin manneskja. Skítt með það þó ég eigi lítið sem ekkert af peningum. Ég á fjölskyldu, vini og hraustan líkama (fyrir utan kvefið).
Jííííhaaaaaa!!!!!!!
Úff,
ég er búin að drekka of marga kaffibolla í dag. Og borða of mikið nammi. Hei, hvað get ég sagt, það er risa grasker hérna sem horfir brosandi á mig og býður eftir að ég fái mér, og ég er að gera barninu mínu greiða með þessu, hann hefur ekki gott af þessu.