Saturday, November 12, 2005

Raunveruleikasjónvarp enn og aftur

Í stuttu máli: þátturinn Trading Spouses.
Mæður úr tveim fjölskyldum sitt hvorum meginn á landinu fara og eyða viku með fjölskyldu hinnar. Fá fyrir það 50.000 dollara. Mæðurnar fá að vita í miðri viku að þær fá að ráða hvernig peningum hinnar fjölskyldunnar (sem þeir eru að heimsækja í eina viku) er eytt.

Í seinasta þætti fór ofsatrúandi kristin manneskja heim til fjölskyldu þar sem faðirinn var stjörnuspekingur. Henni fannst allt á því heimili vera af hinu illa og fá dökku hliðinni.
Kona stjörnuspekingsins, Genie, fór heim til hinnar, Margaret, og eyddi viku með hennar fjölskyldu. Á þeim tíma kynntist hún börnunum, fór með þeim að versla o.s.frv.

Þegar vikan er búin og hver heldur til síns heima, hittast konurnar tvær fyrst og deila reynslu sinni. Genie var að segja Margaret hvað hún upplifði með hennar fjölskyldu, hrósa henni fyrir að eiga fallega fjölskyldu o.s.frv. Margaret sagði Genie að hún hefði upplifað erfiðustu viku lífs síns. Svo fór Margaret heim. Um leið og hún steig inn í leigubílinn byrjaði hún að gráta og gjósa yfir leigubílstjórann hvað hún væri glöð að vera komin aftur í "god country."

Svo kom hún heim. Ég ákvað að deila þeirri reynslu að horfa á það, með ykkur.

|