Tuesday, November 22, 2005

Játning

Ég á það til.........sértsaklega þegar það er ógeðslega mikið að gera hjá mér........
að slá öllu á frest sem ég á að vera að gera og fara að gera eitthvað sem ég á all ekki að vera að gera.

Eins og blogga, og lesa annarra manna blogg.
Ég skammast mín fyrir þetta.

Ég er kannski með þvott í þurrkaranum, allt í drasli í eldhúsinu, á eftir að skrifa þrjár ritgerðir og læra fyrir fjögur próf, fara í sturtu, kaupa klósettpappír.....og ég sit á náttfötunum með stýrur í augunum og vafra um netið.
Vitandi að ég á ekki að vera að gera þetta!

Ég held ég sé með einhvers konar fíkn.

Oh, það er svo erfitt að vera ég.
Ég þarf að setja sjálfri mér úrslitakosti: taktu sjálfa þig í gegn eða ég get ekki búið með þér lengur.

|