Wednesday, November 23, 2005




Herra og frú Burdick voru að kaupa sér síma.

Okkur er búið að vanta síma lengi vegna þess að við erum í skóla í sitthvorum bænum, sem eru hvor í sína áttina í hálf tíma frá bænum sem við búum í. Þar sem Daníel er í leikskóla. Svo það er ansi gott að hafa síma.

En ástæðan fyrir því að við höfum frestað og frestað því að kaupa síma er sú að það eru svo mörg símafyrirtæki hérna sem bjóða upp á svo margar tegundir af símareikningum að þetta var orðið ansi flókið. Og ef maður les ekki smáa letrið er maður kannski kominn með einhvern samning við símafyrirtæki sem er algjörlega að taka mann í r#"$%a$%ið og maður getur ekki losnað af því að maður þarf að borga aleiguna bara til að losna undan samningi.

Svo eftir mikð skoð og pæl fundum við eitthvað sem er líkast hinu þægilega venjulega íslenska Frelsi, en samt miklu verra. Hver mínúta kostar 25 cent sama hvort ég hringi í einhvern eða einhver hringir í mig. Svo þessir símar verða bara fyrir nauðsynjasamtöl.

Mig dauðlangaði í myndavéla síma.
Af því ég er svo oft í skólanum eða út í búð eða eitthvað og sé eitthvað sem öllum hérna í Ameríku þykir kannski eðlilegt en þið heima mynduð vera bara "ji............." og mig langar svo að geta alltaf tekið myndir af öllu því og verið bara "sjáið'etta lesendur, finnst ykkur það sama og mér eða hvað?" En það verður ekki úr því í bráð.

Damn it, af hverju keypti ég ekki myndavélasíma.

|