Tuesday, November 29, 2005

Herdís

Nafn þetta er myndað af forliðnum "Her" sem merkir her, - vopnað lið og viðliðnum "dís" sem merkir heilladís. (mannanofn.com)


Kona sem ég þekki var að missa son sinn. Hann átti konu og tvö lítil börn. Íraks-stríðið.
Dó hann fyrir gott málefni?
Það er spurning.

Síðan að ég byrjaði að lesa amerísk dagblöð reglulega les ég um fólk á hverjum einasta, einasta degi sem er að deyja fyrir málsstaðinn.
Börn alast upp án pabba síns eða mömmu. Konur og menn missa lífsförunauta, foreldrar missa börnin sín. Fyrir málstaðinn.

Ég næ ekki alveg utan um þetta mál.
Síðan ég var níu ára hefur mér alltaf fundist að það hljóti að vera til betri leið en að skella sér í stríð. Mannfólkið hefur náð að þróast ansi mikið síðan að það kom fyrsta á jörðina, er ekki kominn tími til að þróast í átt frá því að skella sér alltaf beint í bardaga ef það er eitthvað sem okkur mislíkar?

Ég skil þetta ekki.

En hér með lýsi ég sjálfa mig sem friðarsinna í einu og öllu.

Niður með her vopn og ofbeldi.

Næst þegar ég kem til Íslands mun ég löglega segja skilið við nafnið Herdís fyrir fullt og allt.

Nú er spurningin bara þessi,
á ég að verða 23. löglega Dísan á landinu
eða Friðdís númmer tvö?

|