Monday, December 05, 2005

Úbbs.
Mér finnst ekki mjög töff að vera manneskjan sem sefur fram á borðið sitt í tíma.
En ímyndum okkur þetta.
TUttugu og fimm manns inn í einni lítilli skólastofu.
Allir gluggar lokaðir og hitinn á fullu.
Hornið sem er lengt frá einhvers konar gátt að súrefni (hurðinni sem var opin) þar sit ég.
Með ofn við hliðina á mér og fyrir aftan mig.
Súrefnismagnið í andrúmsloftinu í kringum mín öndunarfæri var held ég svona 2 prósent, í mesta lagi.
Svo ég bara gat ekki haldið mér vakandi.
Og nú veit ég ekkert um Kant og kenningar hans.
Búhúhúhúhúúúúhúúúhúúúhú!

|