Ég má til með að tala aðeins um fólk sem mér þykir svo frábært.
Íslendinga.
Ég er að horfa á Ísland í dag þar sem er verið að ræða mál Særúnar Williams.
(Fyrir þá sem hafa verið með lokuð augu og puttana inn í eyrunum kíkja á Ísland í dag frá 22.des á veftv, visir.is)
Og þegar ég horfi á þetta sé ég í hnotskurn það sem er svo sérstakt og fallegt við Íslendinga.
Hvað Íslendingar eru eins og ein stór, eða lítil, fjölskylda þegar eitthvað bjátar á.
Stundum fara þeir í taugarnar á mér hvað þeir eru lokaðir í hinu dags daglega lífi og miklir þursar í umferðinni en þeir eru fallegir að innan.