Friday, December 16, 2005



Þessi mynd er tileinkuð Tinnu.

Í öðrum fréttum:

den lille familí hefur ákveðið að 2/3 hlutar munu koma til Íslands milli jóla og nýárs, og 1/3 ætlar að hlaða batteríin og búa sig undir önn sem byrjar allt, allt of snemma á árinu. En hinir 2/3 sem koma til landsins hlakka til að hitta alla sem þeim þykir vænt um og sýna nýjar kúnstir sem við erum búin að læra, eitt okkar var til dæmis að læra að smella fingrum og er mikið að því þessa dagana.

Móðir góð er að fara í flug 19.desember og mun hitta mig í eina dagstund í desember. Hún mun koma með jólagjafir nokkrar og matvæli. Þegar við vorum að ræða þessi matvæli sagði Daníel "is she going ot bring the pink stuff, that we fold like this, and the stuff that goes around it." Eftir að hafa spurt hann spjörunum úr, fattaði Neil að hann var að tala um hangikjöt, og the stuff that goes around it er flatkaka. Ég náði vídjói af þessu og ætla að setja inn á síðuna hans.

|