Friday, December 09, 2005



Partítröll

Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.

Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.

Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.

Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.

Hvaða tröll ert þú?




Ókei.......
jafnvel þó ég hafi hakað við að í partýum væri ég yfirleitt meira í eldhúspartýinu en á dansgólfinu. Ég á hvorki Ipod né þetta þarna hitt, en ég á alltaf, og mun alltaf eiga adidas skó, nánar tiltekið shelltoe, eða superstar, æi það eru mörg mismunandi nöfn á þessum elskum, en þið sem þekkið mig best vitið um hvað ég er að tala.

En jæja,
þetta var gaman.
Deilið svo öll með mér hvernig tröll þið eruð.

Annars held ég að ég sé meira svona: "kann ekki að eyða tíma sínum rétt - tröll".

|