Jæja skepnurnar mínar.
Núna er ég búin að maka á höfuð mitt lit þann er við súkkulaði-hnetusmjör er kenndur. Og hef tekið þá ákvörðun að vera brúnhærð þangað til ég hef nægan pening aflögu til að eyða í þá helvítis vitleysu sem það er að fara á stofu reglulega til að vera fín og sæt (þó það sé gaman).
Ef ykkur finnst þetta eitthvað ósmart þegar þið sjáið þetta í persónu þegar ég kem heim, þá bið ég ykkur vinsamlegast að liggja á skoðunum ykkar (taki þeir til sín sem eiga.)