Wednesday, November 30, 2005

Djöfulsins afþreying er Ástarfleyið.

Ég hef bara ekki vitað betri raunveruleikasjónvarp í lengri tíma.......
og ég hef nú horft á slatta af því.

Mómentið sem ég er að sjá núna sem virkilega veitir mér innblástur:
Snorri þarf að fara heim og Sumarliði er ekki sáttur af því að þetta var næstum því hann sem átti að fara. Svo allir strákarnir hlaupa inn í herbergi til Snorra þar sem þeir eru allir hálf-klökkir, jafnvel fellandi tár, og jeppakallinn Snorri opnar sig og segir klökkur
"þið eruð snillingar strákar, djöfull hefur það verið dýrmætt að fá að kynnast ykkur"

and the beat goes on......

|

Kíkja á þetta kannski

America´s next top model.

Annars er ég að horfa á viðtal við Hring, úr Ísland í dag, í gær.
Hvernig væri að þeir skelltu texta inn á veftíví-ið, svo maður skyldi betur hvað fólk er að segja og svo framvegis.

Hm ha.

Every obstacle is a stepping stone towards your success.

Ég sakna Íslands.
Sakna Reykjavíkur.

Þegar ég fór til Íslands seinast var ágúst. Og ég fann lykt sem ég fann aldrei á meðan ég bjó þar. Einhvers konar sæt....fersk, gróðurlykt. Neil gerði grín að mér þegar ég kom heim og sagði honum frá þessu en svo sá ég í Orðlaus var verið að kvóta útlendinga og þar hafði einn útlendingur tekið eftir þessu líka.

All is suffering
suffering is desire
free from desire, free from suffering.

Getiði hvaða heimspeki þetta er.

|

Tuesday, November 29, 2005

Herdís

Nafn þetta er myndað af forliðnum "Her" sem merkir her, - vopnað lið og viðliðnum "dís" sem merkir heilladís. (mannanofn.com)


Kona sem ég þekki var að missa son sinn. Hann átti konu og tvö lítil börn. Íraks-stríðið.
Dó hann fyrir gott málefni?
Það er spurning.

Síðan að ég byrjaði að lesa amerísk dagblöð reglulega les ég um fólk á hverjum einasta, einasta degi sem er að deyja fyrir málsstaðinn.
Börn alast upp án pabba síns eða mömmu. Konur og menn missa lífsförunauta, foreldrar missa börnin sín. Fyrir málstaðinn.

Ég næ ekki alveg utan um þetta mál.
Síðan ég var níu ára hefur mér alltaf fundist að það hljóti að vera til betri leið en að skella sér í stríð. Mannfólkið hefur náð að þróast ansi mikið síðan að það kom fyrsta á jörðina, er ekki kominn tími til að þróast í átt frá því að skella sér alltaf beint í bardaga ef það er eitthvað sem okkur mislíkar?

Ég skil þetta ekki.

En hér með lýsi ég sjálfa mig sem friðarsinna í einu og öllu.

Niður með her vopn og ofbeldi.

Næst þegar ég kem til Íslands mun ég löglega segja skilið við nafnið Herdís fyrir fullt og allt.

Nú er spurningin bara þessi,
á ég að verða 23. löglega Dísan á landinu
eða Friðdís númmer tvö?

|

Saturday, November 26, 2005

Jæja krakkar...........

- nýji uppáhalds bjórinn minn er magic hat number nine
- nýja uppáhalds röddin mín er Valdimar Flygering
- nýji uppáhalds bloggarinn minn er ungfrú tinna.is
- nýja gæluverkefnið mitt er að hreyfa mig meira og koma reglu á líf mitt
- ég elska ananans
- Wyclef fokkíng rúlar
- sömuleiðis Rhapsody.com þangað til ég þarf að fara að borga
- mig langar á kaffihús, fá mér bjór og sígó og tala við vinkonur
- ég var loksins að kaupa mér baðslopp
- ég er að fara úr hárum og kem skelfingu lostin úr hverri einustu sturtu vegna þess að það eru hár út um allt

Góða nótt apakettirnir mínir.

|


Ókei,
ég veit að ég er alltaf að monta mig yfir barninu mínu barnlausu fólki og eflaust mörgum öðrum til mikils ama.

En ég verð að segja að ég var frá mér numin þegar ég sá þessa mynd,
ég meina, þriggja og hálfs árs.....
og fékk ekki eina einustu hjálp,
er ég bara svona frá mér numin af því að ég er að miða við mína eigin listahæfileika eða er eitthvað til í því að þetta sé óvenjulegt miðað við aldur?

|






Tinna var að gera þá merku uppgötvun að af öllum stjörnum Hollywood er ég líkust Sindy Margolis. Eða hvernig sem maður skrifar það.

Sjálf hefði ég kannski sagt............


æi færðu þig Kelly Osbourne.........vottever augnablik

eða.............

unga Elizabeth Taylor þegar hún var ung.

Æi djöfulsins klessa er þetta
ég veit ég gæti lagað þetta ef ég hefði meiri tíma en ég má ekki veraðessu mar.

Nú ætla ég að hætta að dunda mér og horfa á Astafleyið og fara að læra fyrir próf og skrifa ritgerð.

|

Wednesday, November 23, 2005


Ég sat við eldhúsborðið heima hjá mér áðan þegar lagið mitt kom í útvarpinu.
What a feeling...........
ég fer alltaf í fíling þegar ég heyri þetta lag.

Fyrsta uppáhalds lagið mitt ever.
Ég átti plötuna, held ég hafi aldrei séð myndina fyrr en ég var orðin 2o ára.
En þegar ég var fjögra eða fimm ára átti ég plötuna og eeeeeelskaði þetta lag.

Ég stundaði það að fá Tinnu frænku mína í heimsókn, við klæddum okkur í undirpils (svona hvítt pils með blúndum) og dönsuðum svo eins og brjálæðingar við þetta lag.

Og enn þann dag í dag fer ég í fíling þegar ég heyri þetta lag.
Er annað hægt?

|




Herra og frú Burdick voru að kaupa sér síma.

Okkur er búið að vanta síma lengi vegna þess að við erum í skóla í sitthvorum bænum, sem eru hvor í sína áttina í hálf tíma frá bænum sem við búum í. Þar sem Daníel er í leikskóla. Svo það er ansi gott að hafa síma.

En ástæðan fyrir því að við höfum frestað og frestað því að kaupa síma er sú að það eru svo mörg símafyrirtæki hérna sem bjóða upp á svo margar tegundir af símareikningum að þetta var orðið ansi flókið. Og ef maður les ekki smáa letrið er maður kannski kominn með einhvern samning við símafyrirtæki sem er algjörlega að taka mann í r#"$%a$%ið og maður getur ekki losnað af því að maður þarf að borga aleiguna bara til að losna undan samningi.

Svo eftir mikð skoð og pæl fundum við eitthvað sem er líkast hinu þægilega venjulega íslenska Frelsi, en samt miklu verra. Hver mínúta kostar 25 cent sama hvort ég hringi í einhvern eða einhver hringir í mig. Svo þessir símar verða bara fyrir nauðsynjasamtöl.

Mig dauðlangaði í myndavéla síma.
Af því ég er svo oft í skólanum eða út í búð eða eitthvað og sé eitthvað sem öllum hérna í Ameríku þykir kannski eðlilegt en þið heima mynduð vera bara "ji............." og mig langar svo að geta alltaf tekið myndir af öllu því og verið bara "sjáið'etta lesendur, finnst ykkur það sama og mér eða hvað?" En það verður ekki úr því í bráð.

Damn it, af hverju keypti ég ekki myndavélasíma.

|

Tuesday, November 22, 2005

Frábær leið til að byrja daginn

Svona hlutir (eins og að finna þessa fyndnu syrpu) og margt, margt fleira eru ástæður þess að Kata er ein af mínum uppáhalds manneskjum í öllum heeeeiminum.

Kata, þú rokkar!

og endilega, ef þú finnur eitthvað meira svona hressandi deildu því með Dollý melónusnýti.

Þið hin!
þið rokkið líka og ég elska ykkur líka.

|

Játning

Ég á það til.........sértsaklega þegar það er ógeðslega mikið að gera hjá mér........
að slá öllu á frest sem ég á að vera að gera og fara að gera eitthvað sem ég á all ekki að vera að gera.

Eins og blogga, og lesa annarra manna blogg.
Ég skammast mín fyrir þetta.

Ég er kannski með þvott í þurrkaranum, allt í drasli í eldhúsinu, á eftir að skrifa þrjár ritgerðir og læra fyrir fjögur próf, fara í sturtu, kaupa klósettpappír.....og ég sit á náttfötunum með stýrur í augunum og vafra um netið.
Vitandi að ég á ekki að vera að gera þetta!

Ég held ég sé með einhvers konar fíkn.

Oh, það er svo erfitt að vera ég.
Ég þarf að setja sjálfri mér úrslitakosti: taktu sjálfa þig í gegn eða ég get ekki búið með þér lengur.

|

Sunday, November 20, 2005




Mér finnst svo gaman að geta deilt með elsku vinum og vinkonum í myndaformi. Ég var að kaupa mér geisladiskahillu, ljós og aðra hillu. Ég er sérstaklega hrifina af ljósinu.

|

Athugið, viðkvæmir ekki skoða hlekkinn!
(þá ég sérstaklega við, menn yfir fimmtugt í auglýsingabransanum sem fíla kántrí og eru mikið fyrir kynskiptinga með lesblindu og íkveikju æði)

Hér er ég búin að gleyma mér síðustu daga og flissa mikið.

|

Friday, November 18, 2005



Í gær var ég á þönum að smyrja mér nesti og hafa til allt sem ég þurfti að taka með í skólann og hugsa um allt sem ég þurfti að gera og........
ég læsti mig úti.

Þegar Neil kom heim sá hann miða á hurðini sem á stóð "Sorry I had to kick the door in, I thought I left the stove on" sem var lygi. ÉG hafði bara ekki tíma til að gera neitt annað en að sparka niður hurðina. Svo núna ætla ég að fela varalykil einhvers staðar í húsinu.

Hann lagaði hurðina heilmikið. Hún var verri eftir að ég braust inn fyrst. Hann tók hurðarhúninn úr baðherbergishurðinni, svo núna er bara gat þar sem var hurðarhúnn.

En djöfull var þetta hressandi maður. Ansi góð útrás. Ég ætla að fara að leita mér að einhverjum svona box tímum til að fara í.

|

Thursday, November 17, 2005


Þarna var ég um daginn.
Þetta heitir Temple of Music og er í Roger Wiliams park í Providine.

Í öðrum fréttum:

Ég er frá mér numin af hrifiningu yfir nýjustu útgáfunni af msn.
MSN 7,5.
Allir sem eru með eitthvað eldra verða að ná sér í þetta nýja núna.
Ég er búin að vera að skoða bakgrunnna og þeir eru hreint út sagt ótrúlega sneddí.

|

Tuesday, November 15, 2005


Ég verð að segja að ég er ansi fegin að hafa ekki verið heima daginn sem þessi fannst í glugganum og var tortrýmt.

|

Mig langar svoldið í svona klippingu eins og Gunnfríður úr bachelornum er með.
Hún er bæ ðe vei uppáhaldið mitt í þessum þætti,
svo ísí góíng og sæt.

ANnars er ég víst ekki búin í prófum fyrr en 21.des
úbbs

|

Monday, November 14, 2005



Voila! Hver einn og einasti sem skoðar þetta verður að koma með skoðun. Hún má vera svo stutt sem eitt orð, hundrað prósent hreinskilni helst.
Þökk.

|

Sunday, November 13, 2005


Þetta var í gær,
í dag, er ég með appelsínugult hár.

OG ekki búin að læra heima alla helgina.

|


Þriggja og hálfs árs, eru þetta eðlilegir listahæfileikar eða er það rétt hjá mér að barnið mitt sé snillingur? Endilega látið komið með skoðanir á þessu máli. Ég lofa að móðgast ekki þeim sem verða ósammála mér (je ræt, þið farið á óvinalistann minn, neh, er að djóka, þið vitið það krakkar.)

Allaveganna,
í öðrum fréttum. Ég hitti hinar tvær íslensku stelpurnar sem eru í URI (University of Rhode Island) á föstudaginn. Skemmtilegar stelpur, báðar fótboltasnillingar (að mér skilst, skil íþróttamál voða lítið) og voða skemmtilegar. Rólegri í tíðinni en hinir drykkjuboltarnir í skólanum sem eru á þeirra aldri. Vissuð þið að URI er einn af helsti partý skólum landsins, og krakkarnir flestir sem eru í skólanum drekka sig blindfulla á næstum hverju einasta kvöldi?

En nóg um það, ástarhnoðrinn hún Þórunn (ó já, stelpurnar heita Þórunn og Dóra María) hún sagði mér svo frábærar fréttir að ég hef ekki getað þurrkað brosglottið af andlitinu mínu síðan ég talaði við hana......

Kennsla eftir áramót, byrjar aftur...........23. janúar!!!!!
ó mæ gad!
Þýðir þetta að ég geti kannski haldið risa partý fyrir alla sem ég þekki þegar ég verð 1/4 aldar gömul þann 20.janúar 2006?

SEGIÐ MÉR HVAÐ YKKUR FINNST UM ÞESSI MÁL BÖRN!

|

Saturday, November 12, 2005

Raunveruleikasjónvarp enn og aftur

Í stuttu máli: þátturinn Trading Spouses.
Mæður úr tveim fjölskyldum sitt hvorum meginn á landinu fara og eyða viku með fjölskyldu hinnar. Fá fyrir það 50.000 dollara. Mæðurnar fá að vita í miðri viku að þær fá að ráða hvernig peningum hinnar fjölskyldunnar (sem þeir eru að heimsækja í eina viku) er eytt.

Í seinasta þætti fór ofsatrúandi kristin manneskja heim til fjölskyldu þar sem faðirinn var stjörnuspekingur. Henni fannst allt á því heimili vera af hinu illa og fá dökku hliðinni.
Kona stjörnuspekingsins, Genie, fór heim til hinnar, Margaret, og eyddi viku með hennar fjölskyldu. Á þeim tíma kynntist hún börnunum, fór með þeim að versla o.s.frv.

Þegar vikan er búin og hver heldur til síns heima, hittast konurnar tvær fyrst og deila reynslu sinni. Genie var að segja Margaret hvað hún upplifði með hennar fjölskyldu, hrósa henni fyrir að eiga fallega fjölskyldu o.s.frv. Margaret sagði Genie að hún hefði upplifað erfiðustu viku lífs síns. Svo fór Margaret heim. Um leið og hún steig inn í leigubílinn byrjaði hún að gráta og gjósa yfir leigubílstjórann hvað hún væri glöð að vera komin aftur í "god country."

Svo kom hún heim. Ég ákvað að deila þeirri reynslu að horfa á það, með ykkur.

|

Thursday, November 10, 2005

Ég er tjúna mig niður eftir strembinn dag.
Kynnast þáttakendum í Ástarfleyinu.
Hlusta á lýsingar á þáttakendum.
Annar hver maður virðist vera drama-drottning.
Þetta á eftir að verða skemmtilegt áhorfs.........
jamm jamm jamm jamm

Í öðrum fréttum ég hélt að ég hefði fengið lausnina á bólum þeim sem ég hef glímt við lengi á hökusvæðinu. En nei, hakan hefur bara versnað ef eitthvað er og núna er ég líka byrjuð að fá bólur neðarlega á kinnarnar!

Hvað á þetta að þýða börn?

|

Maður er alltaf að læra eitthvað af börnunum sínum.
Daníel hefur verið minn stærsti kennari í að læra þolinmæði.
En stundum kennir hann líka eitthvað sem tengist háskólanámi,
á seinustu tveimur vikum hefur honum tekist að sanna fyrir mér að það var kannski eitthvað til í þessum kenningum Freuds með setningum eins og þessum tveim:

Neil: "When you grow up you might marry some nice girl."
Daníel: "But I wanna marry mamma."

Ég: "Veistu hvern ég elska?"
Daníel: "mig og pabba?"
Ég: "já! alveg rétt."
Daníel: "but I don´t want you to elska pabba."

Áhugavert nokk.

|



Mér finnst þessi líka voða sniðug, sorrí Dagur ef ég hef þetta ekki í nógu góðum gæðum.

|

Wednesday, November 09, 2005

Dagur vill endilega heyra komment frá fólki um myndina hér fyrir neðan, svo kommon allir saman.

|

Tuesday, November 08, 2005



Dagur er svo listrænn lalalalala!

|

Monday, November 07, 2005



Jæja krakkar..........
smá skoðanakönnun.

1. Er þessi tá brotin eða ekki?

2. Krullóttar konur sem klippa á sig topp.........mistök eða mikilfengleiki?

|

Sunday, November 06, 2005


Líf mitt í hnotskurn.

|

Friday, November 04, 2005

Planið.......
Í dag er föstudagur:
- á að skila 2-3 bls ritgerð sem er gagnrýni um grein í kvennafræðum, verð að vanda mig extra mikið til að bæta upp fyrir fjandans D-ið sem ég fékk um daginn
- á að skila langri ganrýni á ritgerð annarrar stelpu í heimspeki þar sem ég sýni kennaranum allt sem ég kann um tiltekna málefnið sem hún skrifaði um
lau:
-ætti að læra allan þennan dag en mig langar til að eiga einn heilan dag með manni og litlum manni ótrufluð frá áhyggjum og stressi og njóta fjölskyldunnar
sun:
-vinna frá sjö til hálffjögur (heyrði ég einhvern hugsa, "rugl" já, ég hugsaði það líka og nú hef ég sagt upp vinnunni, sökum álags, meira um það seinna)
mán (í næstu viku):
-er í tímum samfleytt frá ellefu til þrjú
þri:
- á að skila fimm blaðsíðna ritgerð með a.m.k. fjórum "scholarly" (íslenskt orð óskast, vinsamlegast skiljið það eftir í kommentakerfinu) greinum um kosti og galla þess að hafa ó-einka-væða ameríska heilbrigðiskerfið. Það gengur ekki jafn vel og ég bjóst við að finna heimildir, ég er hrædd.
- á að skila 500 orða grein um fund sem ég fór á, ég á ennþá eftir að fara á fund (og það er föstudagur í dag......)
mið:
- próf úr fjórum hnausþykkum köflum í american politics, ég er ekki byrjuð að lesa
- próf úr þremur hnausþykkum köflum í animal science, ég er aðeins byrjuð að lesa
fim:
- 500 orða grein um íþróttir, þarf annað hvort að fara á íþróttaleik eða taka viðtal við einhvern þjálfara um hvernig önnin hefur verið eða eitthvað í þeim kanntinum, verð að reyna að finna mér tíma til að skilja hvað íþróttir eru og hvernig þær virka......

Inn á milli þess að gera allt þetta:
taka til, þvo þvott, skipta um sængurföt, eiga tíma með manni og barni, reyna að borða eitthvað hollara en snickers og twizzlers og kók á tímabilinu á milli morgunmats og kvöldmats, fara með eitthvað LÍN dót á einhverja skrifstofu í skólanum sem kostar að bíða í röð og eyða tíma með skrifstofublók sem reynir að finna út úr hvað það er sem LÍN vantar og hvernig hún getur reddað því, filla út einhvern andskota fyrir eitthvað velferðareitthvað.......panta tíma hjá ráðgjafa og plana næstu önn, og reyna að ná úr mér þessu kvefi sem er að drepa þvílílkt mörg tré því ég þarf að snýta mér sirka tvisvar á mínútu og hósta eins geltandi rotweilerhundur.

Þið spyrjið ykkur kannski..........
af hverju er hún svona á seinustu stundu með þetta allt?

Ástæðan er,
flestar aðrar vikur síðan ég byrjaði í þessum skóla hafa verið mjög svipaðar.

Jább,
mikið að gera, kæru hálsar.

|

Thursday, November 03, 2005

Ó, var ég búin að gleyma að segja ykkur að bloggið mitt er einnig tilkynningarkerfi í staðinn fyrir ímeil.
Önnur tilkynning dagsins:

Kæra Sasa
síminn hjá mér er 001-401-596-1686
og tíminn er.......ísland plús fimm.
Þannig að ég veit ekki hvernig hann er miðað við Danmörku.

Var ég bún að segja ykkur hvað mér finnst ég heppin að eiga svona ógeðslega marga og skemmtilega vini sem ég elska?
Ég myndi nú bara segja að ég væri einkar rík og heppin manneskja. Skítt með það þó ég eigi lítið sem ekkert af peningum. Ég á fjölskyldu, vini og hraustan líkama (fyrir utan kvefið).
Jííííhaaaaaa!!!!!!!

Úff,
ég er búin að drekka of marga kaffibolla í dag. Og borða of mikið nammi. Hei, hvað get ég sagt, það er risa grasker hérna sem horfir brosandi á mig og býður eftir að ég fái mér, og ég er að gera barninu mínu greiða með þessu, hann hefur ekki gott af þessu.

|

Hei Bryndís,
ég skrifa sjaldnar í vefdagbókina vegna þess að ég er með minnimáttarkennd ef ég skrifa einhverjar tvær setningar, vegna þess að ónefnd húsfrú kom einhvern tímann með kommentið "hei, róleg á að skrifa lítð og lásí" eða eitthvað í þá áttina, svo núna er ég alltaf að bíða eftir að ég hafi tíma til að skrifa mjög ýtarlega og djúsí sögu í hverri vefdagbókarfærslu, með upphafi og endi en það getur reynst erfitt vegna þess að ég hef svo moðerfobbíng (ég ritskoða mig, ég meina hei ég er nú móðir) lítinn tíma.
Svo viltu fáar stuttar færslur eða margar langar?

Í öðrum fréttum er þetta helst:
allt of mikið að gera í þessum blessaða skóla. Djísús mar.
Jæja,
ég má ekki vera að þessu!
en ástæðan fyrir að ég má frekar vera að þessu heldur en hinu er sú að hérna má ég skrifa stutt og snubbótt!

og svo getur verið svoldið erfitt stundum að skrifa um barnið sitt, þá þarf maður að ritskoða sig meira.

|

Tuesday, November 01, 2005

Eitt af því skemmtilegasta við að vera mamma er þegar barnið manns segir eða gerir eitthvað sem yljar manni svo mikið um hjartaræturnar að maður veit að maður getur dáið með hamingjubros á vörunum.

Eins og í morgun, ég og Daníel að tala saman:
ég: Þegar þú verður stór flytur þú burt frá mér og pabba og ferð að búa með einhverjum öðrum, kannski konu
Daníel byrjar hljóðlega að væla og eitt tár lekur niður kinnina: But I like you and pabbi so much

Ég býst við að þetta sé kannski eitt af þessum mómentum þar sem við barnaforeldrarnir virkum væmin og vemmuleg í augum barnlausa fólksins þegar við tölum um börnin okkar, en mér er sama, ég bara varð að deila þessum sætleika með ykkur.

Halloween var í gær,
rosa stuð,
löng saga um allt sem því viðkemur verður póstuð á heimasíðu Dadú Padda.

|