Monday, February 27, 2006

Leikur fyrir alla
Mig langar að biðja lesendur mína að taka þátt í smá leik með mér.
Mig langar að biðja alla (já alla) sem lesa síðuna að kommenta núna.
Þeir sem vilja mega vera nafnlausir, þá myndi ég helst vilja fá að vita aldur og staðsetningu í stað nafns þegar kommentið er skrifað.
Það sem ég vil fá í komment er þetta:
nafn (eða bara aldur og staðsetning)
ein kvikmynd sem þú heldur upp á
ein bók sem þú heldur upp á.......

Ef margir kommenta mun mitt litla hjarta gleðjast,
ef fáir kommenta mun það drepa blogg-metnaðinn minn.

Kommon fólk,
ég þarf smá búst þessa dagana.

|

Ég rakst á auglýsingu á netinu um daginn fyrir megrunarkúr með voðalega kjánalegu nafni. Þessi auglýsing kom út í byrjun eitís, svo að......

klikka hér til að sjá hana

|

Sunday, February 26, 2006

Úff.......
í gærkvöldi komst ég að því fyrir algjöra slysni að það er djamm-sena hérna í Westerly. Ég kíkti semsagt á báða skemmtistaðina hér í bær og fór á djammið í fyrsta sinn síðan ég var á Íslandi um jólin.

Klárlega er ég alveg úr formi þegar kemur að djammi og kann ekki að drekka eins og alvöru djamm-kanar gera. Til dæmis tók ég fyrir algjöra slysni þrjú af þeim viðbjóðslega ógeðslegustu skotum sem ég hef á ævi minni drukkið.

Piparmyntu..........einhver viðbjóður
einhver viðbjóður með gullflögum í borið fram goldshhhlager
og jagermæster.

Sem betur fer hafði ég vit á að skipta niður í gjingereil á milli þessara viðbjóðslegu skota. Ég lurkaðist ekki heim fyrr en langt undir morgun og kom fötu fyrir við hliðina á rúminu. Svo vaknaði ég í morgun og get núna hvorki setið né staðið vegna þynnku.

En sem betur fer er mér ekki óglatt.
Hjálpi mér allir heilagir.

|

Friday, February 24, 2006

Ég auglýsi hér með eftir einhverjum sem getur hjálpað föður mínum að setja upp haloscan kommentakerfi á síðunni sinni. Ég myndi gera það sjálf, nema bara hvað ég kann það ekki, það var góð vinkona mín sem setti Haloscan upp á minni síðu.
Jæja Hrefna.............
geturu hjálpað pabba kallinum?

Í öðrum fréttum:
ég var að kaupa mér giftingarhring úr hvítagulli og er rétt í þessu að átta mig á því að hann er of stór! Helvítis! af hverju trúði ég konunni í búðinni!!!
buhuhuhu
nú þarf ég að keyra lengst í burtu til að láta minnka hann!

|

Úff.......
ég þoli ekki þegar ég man ekki eitthvað sem ég er að reyna að muna.
Í gærkvöldi var ég að svæfa son minn og las fyrir hann tvær uppáhalds bækurnar hans þessa dagana.

Eða,
ég skoðaði þær eiginlega með honum.
Því þessar tvær eru myndabækur sem við skoðum og reynum að læra íslensk orð, eða hann reynir að læra íslensk orð og ég reyni að kenna honum.
Þetta eru þarna Richard Scary orðabók barnananna og hin stóra gula bókin sem allir áttu þegar þeir voru litlir sem eru með svona gulri önd sem er alltaf út um allt.
En nema hvað,
þegar lestri var lokið þurfti ég að gera eitthvað þægilegt eins og strjúka honum um bakið og klóra honum á bakinu.
Svo duttum við bæði út af, fyrir klukkan níu, ég í öllum fötunum og undir þrem sængum.

Ég vaknaði klukkan ellefu þegar maðurinn kom heim úr heimsókn sem hann var í.
Ég vissi að ef ég myndi fara fram á bað og bursta í mér tennurnar myndi ég vakna svo vel við piparmyntuna og kalda vatnið að ég myndi vera andvaka til klukkan fjögur.
Svo ég sleppti því að bursta.
EN allaveganna,
þegar ég vaknaði var ég að hugsa um það sem mig dreymdi og ég var að hugsa "þessu verð ég að deila með lesendum bloggsins, ætti ég að skrifa þetta niður? nei ég man þetta pottþétt á morgun."

En viti menn.......
ég man ekkert núna hvernig þessi skemmtilegi draumur var!
Oooooooooooooooooo............

|

Thursday, February 23, 2006

Ókei,
ég hef komist að niðurstöðu.
Leikfimi í skólum er allt í lagi en það er fáránlegt að prófa í henni.
Og ef það þarf á annað borð að prófa í henni ætti það ekki að vera með því að hoppa yfir kist, kubb, hest, hænu og malbikunarvél.
Það ætti að gera það með einhverjum öðrum hætti.
EN það er náttúrulega fáránlegt að prófa í skólaleikfimi.

En að öðru....

ég fer stundum að hugsa um mína eigin jarðaför.
Eins og ég er kannski að keyra í skólann og uppáhalds lagið mitt kemur í útvarpið, "What a feeling" úr Flashdance. Þá fer ég að hugsa um hvernig þetta hafi verið uppáhalds lagið mitt þegar ég var fjögra ára og fær ennþá hjartað mitt til að taka nokkur auka gleði slög þegar ég heyri það. Bara vegna þess að ég tengi þetta lag alltaf við frábærar minningar.

Nema hvað,
þá fór ég að hugsa að fyrst þetta lag er í mínum huga svona eins og einkennislag fyrir sjálfa mig væri frábært að spila það í jarðarförinni minni. En ekki af geislaspilara heldur live performance. Ég myndi helst vilja láta Selmu Björns syngja það held ég. Ég held ekkert sérstaklega upp á hana en ég held að hún myndi ná þessu lagi alveg pottþétt. Svo var ég að hugsa um að kannski væri betra að sleppa bara jarðarför og hafa bara svona samkomu í félagsheimili kannski. Þar sem fólk stendur upp og les eitthvað fallegt um mig, Tinna og pabbi gætu bæði komið með skemmtilegu sundminningarnar hér að neðan og allir gætu rifjað upp hvað ég var nú yndisleg.
Svo á milli gætu verið söngatriði.

Bara svona pæling.........

|

Tuesday, February 21, 2006


Mig langar að kæra Hauk íþróttakennara.


Ég var að horfa á Neil og
Daníel leika sér áðan í þannig leik að þeir skiptast á að liggja á gólfinu og hoppa yfir hvorn annan.
Þá rifjaðist upp fyrir mér þesgar ég var svona níu til ellefu ára og var í skólaleikfimi í gamla daga. Í eitt skiptið lét íþróttakennarinn nokkra krakka liggja á dýnu á gólfinu og hinir krakkarnir áttu að taka kollhnís yfir hina krakkana.

Ég var aldrei góð í þessum fimleikalistum sem við áttum að framkvæma í þessari asnalegu skólaleikfimi og meiddi mig þegar ég reyndi þetta. Höfuðið bögglaðist undir mig og ég meiddi mig svo mikið í hálsinum að ég þurfti að fara upp á heilsugæslustöð.

Síðan að þetta gerðist hef ég verið með króníska vöðvabólgu og hálseymsli.

Ef einhver lögfræðimenntaður vill hjálpa mér að lögsækja þennan íþróttakennara og fá hann og/eða Mýrarhúsaskóla til að borga fyrir hnykkmeðferð, nudd og sjúkraþjálfun þá endilega hafið samband.

Einnig vil ég nota tækifærið og lýsa andúð minni á skólaleikfimi eins og hún var í þá daga og er vonandi ekki ennþá í dag.
Að taka próf íþróttum með því að ætlast til að hver einn og einasti aðili í þrjátíu manna bekk geti gert einhverjar fáránlegar æfingar á dýnu og hoppað yfir einhverja kistu, hest og kubb er náttúrulega bara eins sú mesta vitleysa sem ég hef heyrt um síðan ég heyrði um fitulausan rjóma. Þetta var næstum því nóg til að vekja hjá mér ævilanga andúð á hvers konar hreyfingu og íþróttum.
Ég vildi næstum að ég hefði fengið ævilanga andúð á hreyfingu og íþróttum á að hafa verið í þessari skólaleikfimi, væri í dag offitusjúklingur og myndi fara í mál við Hauk og Mýró og láta þau borga fitusog!

Skólaleikfimi er fáránleg!

|

Ég hef tekið mér bessaleyfi og skapað bloggsíðu fyrir pabba minn.
Ég er komin með smá leið á þessari athyglissýki hans í kommentakerfinu svo ég hef búið til síðuna www.bjarnidagur.blogspot.com og hyggst nú beita pabba þvingunum, annað hvort byrjar hann að blogga í eigin nafni, eða ég byrja að blogga í hans nafni og set svo alls konar linka og svoleiðs svo að allir halda að hann sé að skrifa það sem stendur á síðu í hans nafni, múhahahahahahha.

Pabbi,
ég hef sent þér upplýsingar í ímeili um hvernig þú átt að byrja að blogga.

Ég vil endurheimta síðuna mína aftur.

Viva la revolution!

|

Sunday, February 19, 2006

Ég hef verið að spá.
Er ekki til einhver stór Evróvisjón dómstóll sem tekur á svona há-alvarlegum málum eins og hafa nú komið upp á Íslandi.

Svo hef ég einnig verið að velta fyrir mér....
af hverju kemur svona undarleg lykt af pissinu manns þegar maður borðar aspas?

|

Friday, February 17, 2006



Húðflúr....

Sumum þykja húðflúr sæt, öðrum þykja þau smekkleysa.
Sjálf er ég með eitt lítið tattú neðarlega á bakinu, sem ég fékk mér ásamt Kötu í lok skemmtilegrar Benidorm ferðrar þegar ég var nítján, eða tuttugu.......nei nítján. Mig langar svoldið að breyta því aðeins eða bæta við það, en það er ansi vont að fá sér tattú. Það er nú gert með nál, það má ekki gleyma því....

|

Thursday, February 16, 2006

Oh,
þegar ég er búin að hlakka til að sjá tvo uppáhalds grínþættina mína fer ógeðslega í taugarnar á mér að þeim sé frestað út af bölvuðu vetrarólympíuleikunum.
Asskotinn mar!

|

Wednesday, February 15, 2006

Þetta er frábært á febrúardegi

|


Allir sem vita eitthvað af viti um fjölmiðla í Rúmeníu vinsamlegast hafið samband við mig, þangað til held ég áfram að dæla í mig kaffi og sætindum, vinna þetta verkefni og gæla við hugmyndina um að hætta í skóla.

P.s. ÉG var að heyra að Jenný og Steini úr Bachelor væru hætt saman, jeremías og jemundur, hvað er að gerast?!!

|

Ummæli dagsins

"Ég var allavega ekki fyrir neinum vonbrigðum þetta árið. Elskaði sjálfa mig og borðaði konfekt í tilefni dagsins og horfði á hryllingsmynd í gærkvöldi með asmaveikum hundi... naut þess í botn."

Rakel Guðmundsdóttir
móðir, skvísa, bloggari og margt fleira
um Valentínusardaginn

|

Tuesday, February 14, 2006

Ummæli dagsins
"Þegar stelpur eru að byrja í fluginu þá drekka sumar þeirra hvorki kaffi né rauðvín,
eftir að hafa verið flugfreyjur í eitt ár eru sumar byrjaðar að drekka kaffi
en allar byrjaðar að drekka rauðvín."


Íris Sigurðardóttir
flugfreyja

|

Í gær átti ekki bara Kata vinkona mín afmæli heldur einnig Alicia vinkona mín, sem varð fertug. Í tilefni dagsins fór hún ásamt mér, systur sinni Marlísu og einni annarri konu sem heitir Sheila á Spa.
Fólk spyr sig kannski, af hverju notar Dísa ekki íslenska orðið fyrir Spa og ástæðan er þessi, ég veit ekki hvað íslensku orðið fyrir spa er, nema kannski það sé baðhús.....

Allaveganna, við byrjuðum á hádegismati.
Okkur var boðið að skella okkur í hvítan baðslopp fyrir matinn en við ákváðum að sleppa því og borða bara í fötunum.
Við stungum svoldið í stúf við restina af liðinu þar sem við vorum í fötum.
En bíttar engu.

Maturinn var góður,
ekkert svona "ó mæ gad, ég trúi ekki mínum eigin bragðlaukum" góður, heldur bara góður. Gott vín, góð súkkulaðikaka í desert. Gott kaffi.

Afmælisstúlkan átti pantaðan tíma í andlitsbaði og fótsnyrtingu en við hinar ákváðum að reyna að sleppa svoldið ódýrt frá þessu og bóka okkur í bolta tíma.

(1. Til að fá að eyða öllum deginum í baðhúsinu verður maður að panta tíma í einhverju svona meðferðarlegu, eins og andlitsbaði, eða bóka sig í íþróttatíma, sem kostar sér, svo kostar líka inn í baðhúsið)
(2. Boltatími er svona tími þar sem allir eru með svona risastóra workout bolta og eru að gera einhverjar æfingar á þeim og í kringum þá)

Allaveganna,
eftir að hafa farið í gufu-hinsegingufu-heitapott-sundlaug langaði okkur miklu meira inn í slökunarherbergið þar sem voru mjúkir bekkir og teppi og dimmt og kertaljós heldur en í boltatíma (sérstaklega þar sem sumar okkar höfðu drukkið rauðvín með matnum) en við létum okkur hafa það og fórum í íþróttafötin. Tvær okkar gleymdu strigaskóm og kennarinn sagði að strigaskór væru skylda fyrir tímann, svo við hæfævuðum, fórum og kvörtuðum og þurftum ekki að borga tímann.
Vegna þess að enginn hafði sagt okkur að við þyrftum að koma með strigaskó í tímann, þurftum við heldur ekki að borga fyrir baðhúsdaginn, svo við fórum glaðar heim eftir slökunar-ríkan dag.

Takk fyrir mig.

|

Monday, February 13, 2006



Getur einhver sagt mér..........
Eru fasteignaskattar á Íslandi?

Ta

|



Hin útúrtjúttaða ofurpía hún Kata á afmæli í dag.
Hún hefur nú í heil tuttugu og fjögur ár auðgað heiminn með sínu sæta brosi, skemmtilega húmor og yndislegri nærveru.
Hún er eins og vinkonur gerast bestar og við sem erum svo heppin að eiga hana sem vinkonu getum svo sannarlega kallast rík.

Úff,
mér gengur ekki vel að koma fyrir mig orði í dag.

Það sem ég er að reyna að segja er einfaldlega þetta:
Kata,
ég elska þig,
vona að þú eigir góðan afmælisdag
og knúúúúús!

Pís!

|

Sunday, February 12, 2006

Nágrannar mínir eiga hund.
Þau binda hann stundum við staur út í garði og hafa hann þar í nokkurn tíma.
Þessi hundur geltir stanslaust.
Stanslaust.
Ég varð pirruð þegar ég vaknaði við geltið í honum fyrir klukkan átta á laugardagsmorgni.
Kom fram í eldhús og hvæsti að ég væri að spá í að senda þessum dónum nafnlaust bréf um að íhuga þetta mál.
Manninum mínum fannst ég vera að bregðast allt of hart við og að það væri sjálfsögð mannréttindi og hundréttindi að leyfa þessu kvikindi að gelta í garðinum hvenær sem er af því að hann þarf kannski að kúka.
Ég held að eiginmaðurinn sé úti að aka og þetta fólk sé dónar.
Kannski skilur hann þau betur af því að hann hefur átt hund.
Ég hef aldrei og mun vonandi aldrei eiga hund.
Sonur minn tilkynnti mér svo í gær ofan á þetta allt saman að hann langaði í hund......eða kött..........eða lítið bróðir eða systur.
Eða kannski bara gullfisk.
Ég veit ekki alveg hvort hann er að leika einhvern sálfræðileik á mig til að samþykkja gullfisk fyrst ekkert loðið eða nýfætt kemur til greina.

En í dag er snjóstormur eins og við kanarnir köllum það þegar snjóar.
Púðursnjór út um allt og rok.
Allir í Westerly voru út í búð í gærkvöldi að birgja sig upp af nauðsynjum af því hver veit hvað þessi snjóstormur mun vara lengi.
Við keyptum kaffi og brauð.
Það ætti að duga eitthvað.

Jæja,
skítugir diskar eftir amerískan morgunmat og heimavinna í listasögu kalla.
Og já, þetta er pabbi minn í kommentakerfinu Rakel,
ég er farin að hallast að því að hann hafi svo mikið að segja að hann ætti jafnvel að byrja með sitt eigið blogg.

Hvað finnst ykkur hinum?

|

Tuesday, February 07, 2006

Hlæ hlæ hlæ

Ég var að heyra í fréttunum hvað íslenskir bankastjórar eru með í laun á mánuði svo ég var að hætta í blaðamennskunni og er núna byrjuð í viðskiptafræði.

Neh,
segi svona.

|

Monday, February 06, 2006

Ég rakst á þetta hjá dí hásfrá og vildi ekki vera ókurteis,
auk þess sem að ég er náttúrulega að leita að ástæðum til að læra ekki heima akkúrat núna.

four jobs I have had in my life:
Aktu Taktu
Nesval
Foxwoods resort casino
Sandy´s fine food emporium

four movies I could watch over and over
Muriel´s wedding
Wayne´s world
The Shawshank Redemption
Annie Hall

four places I have lived in
Miðbraut 10, Seltjarnarnesi
Holtsgata 20, 101 rvk
Eggertsgata 10, sakn sakn
5 Vose Street, Westerly, Rhode Island

four TV shows I love to watch
Simpsons
Lost
Friends
Seinfeld

four places I have been on vacation
Flórída
Barselóna
Norður Frakkland
Litháen

four websites I visit daily
vinkonu bloggið mitt
mitt eigið blogg
Tinnu blogg
Rakelar blogg
og nokkrar fleiri.......

four of my favorite foods
lambahryggur og allt meðlætið
sushi
kjúklinga satay með hnetusósu
thanksgiving kalkúnn með öllu meðlæitinu

four albums I can't live without
Blue Lines - Massive Attack
Baduzim - Erykah Badu
The Very Best of Otis Redding
Redemption Song - Bob Marley

Four Places I´d rather be
Reykjavík
Barselóna
Ástralía
Kaupmannahöfn

Four Bloggers I am taggingég held ég þekki engan sem hefur ekki verið taggaður......
eða kitlaður
eða hvað sem það heitir annars
svo takk fyrir mig eigið góðan dag

Æv bín tegd by dí hásfrá

|

Sunday, February 05, 2006

Til Hamingju Ísland
að ég fæddist hér
ég er Sylvía Nótt
og þið haldið með mér.

Djöfull er þetta ketsí mar.
Ég var að horfa á júró og spurningarkeppnina sem var fyrir Júró,
ógó hress.

En það er eitt sem mig langar að spyrja ykkur,
hver er Friðrik Ómar?
hver er Gilsinaggur eða hvað sem hann heitir?
og hver er Brynja Björk hnakkamella?

og hvernig varð þetta fólk frægt?

|

Friday, February 03, 2006

Það er eitt sem ég er engan veginn að átta mig á,
þeir keppendur í júróvisjón sem segja að Sylvía Nótt hafi svona rosalegt forskot....
hvað segja þeir þá við því að lögin sem keppa í fyrstu forkeppninni hafi meira forskot en lögin sem keppa í seinustu forkeppninni, það eru margar vikur þarna á milli,
hvenær komst þetta lag annars á netið....?

|

Ég er ekki lítið stolt núna þegar ég frétti að frændi minn Rúnar Rúnarsson hafi verið að enda við að fá Óskarstilnefningu, noh! Sko strákinn!

|

Wednesday, February 01, 2006

Okei,
timi a oggu pinu sludur.
Valdimar Flygering var einu sinni med Asdisi Sigurdardottur sem er nuna med Geir Olafssyni, getur thetta virkilega verid satt?

Kvedja ur tolvuveri University of Rhode Island,
thar sem islenska stafi vantar,
en vidbjodslegar ogedur smjatta a tyggjoi eins og thaer eigi lifid ad leysa.

|