Djöfull var ferðin hingað góð,
ég er komin með það á hreint hvað er best að gera þegar ég ferðast svona,
ferðast þegar mamma er að vinna.
Sátum á Saga Class og fengum rosalega góða þjónustu.
Þakka kærlega fyrir okkur móðir góð.
Skrýtið að vera komin heim.
Til Ameríku.
Ég gekk upp stigaganginn inn að íbúðinni minni og fann útlandalykt.
Hugsaði "já ég er í Ameríku, útlandi" kom svo inn í íbúðina fór að sofa og vaknaði daginn eftir og allt er eðlilegt.
Ég er samt alltaf eitthvað svoldið tóm að innan eftir að ég fer frá Íslandi,
og með svona kítl í nefninu eins og ég sé alveg að fara að gráta.
Af veraldlegum hlutum á ég eftir að sakna sturtunnar heima hjá mömmu allra mest.
Fór í mína sturtu áðan og hún er svo kraftlaus að það er svona eins og sjö pleimókalla standi í hring og séu að míga á mann. Á meðan heit bunan skellur á höfðinu er meira en helmingur líkamans að krókna af því að vatnið nær ekki þangað.
En jæja,
lítum á björtu hliðarnar.
Í dag eru einungis tíu dagar í að mín verði einn fjórðu aldar gömul,
25 ára er aldurinn þar sem allt í líkamananum stígur í átt að því að byrja að hrörna.
20.janúar er föstudagur
allan þann dag og kvöld ætla ég að sitja ein á bar og gráta.