Wednesday, May 31, 2006

Sumarið er komið........
og ég fyllist löngunar til að eyða tíma úti í sólinni.
Eða að leita mér að nýrri vinnu.

Svo að........
það verður ekki mikið bloggað á næstunni.

Einnig geri ég mér grein fyrir því að síða DB er í lamasessi.
Ég vinn í þessu næst þegar það verður rigning.

Lífið kallar.

|

Friday, May 26, 2006

|

Deyðu vír
deyðu vír
deyðu vír

ójááááá

ég hata þig!!!!

Þetta er lag sem ég samdi um vír einn.
Vír þessi var settur í minn munn dag þann sem ég losnaði við teinana sem ég var með þegar ég var tólf og þrettán.

Í dag vinnur þessi vír í því að gera mér lífið leitt því að allt, allt sem ég borða, festist í honum. Djöfull þoli ég hann ekki.

|

Thursday, May 25, 2006

Ég lá upp í rúmi í gærkvöldi með Daníel og var að lesa Einar Áskel. Þegar sagan var búin sagði Daníel: "I wanna be like him, but not with short hair like him. Just like him in the end, and the middle and the beginning."

Eftir smá umræður kom í ljós að Daníel vildi smíða þyrlu eins og Einar Áskell gerði í bókinni. Svo við ætlum kannski að gera það í sumar.

Ég nenni ekki alveg að tala um nýju vinnuna af því að það kom í ljós að launin og vinnutíminn eru verri en ég hefði á kosið svo ég er að íhuga málin. En fólkið er næs, staðsetning golfklúbbsins er einn flottasti staður sem ég hef komið á og maturinn..........NAMM!!!

En ég er eitthvað að spöklera málin svo ef einhver vinur eða kunningi vill slá á þráðinn, vírd síminn er að hringja. Ó, þetta var bara sölumaður.

Jæja,
allaveganna.
Ég er farin í bili.
Ciao.

|

Friday, May 19, 2006



Hvaða fallegi skemmtilegi leynivinur (eða vinkona, sem er líklegra) skilur eftir svona fallegann rósarunna í blómapotti fyrir utan íbúðarhurðina okkar hjóna daginn eftir þriggja ára brúðkaupsafmælið okkar?

Þessar þrjár koma helst til greina: Alicia, Marlísa og Heather.

Því að bæði foreldrar Neil og amma hans og afi gáfu okkur gjöf í tilefni áranna þriggja. Við fengum gjaftakort á tvo veitingastaði, annars vegar Go Fish (sushi staður í Mystic) og Applebees (nýr staður í Westerly, hluti af keðju, uppáhald ellilífeirisþega.)

Við fórum á go fish í gærkvöldi og áttum góða stund, kalt hvítvín fyrir mig, bjór fyrir ektamanninn. Miso súpa, edamame baunir, vel útpældir sushi bitar og svo krem brúlei, lattei og godæva súkkulaðilíkjör í eftirrétt.

Gott kvöld.

Neil þurfti að rjúka út eldsnemma í morgun í skólann og datt næstum um rósarruna sem sat fyrir utan íbúðardyrnar. Ég hlakka til að komast að því hvaða góða leynivinkona þetta hefur verið, sem kaus að hafa smá leynd, því að það var ekkert kort með.

|

Monday, May 15, 2006

Testing 1,2,3

|

Eftirtalið fólk fer í taugarnar á mér:

Þegar tvær akgreinar sameinast í eina vegna þess að það er verið að gera við aðra þeirra kannski, segjum til dæmis að það séu einhverjar framkvæmdir í gangi og hægri akgrein sé lokið. Sumir reyna að komast yfir um leið og þeir sjá að þeirra akgrein er lokuð og aka þannig hægfara í eina akgreininni sem er opin, vinstri.
Aðrir sjá að þeirra akgrein er að fara að lokast en sjá að þeir geta spíttað fram úr öllum vinstra megin vegna þess að hægri akgreinin er svo gott sem auð. Svo þeir bruna fram úr öllum vinstra megin og ýtast svo inn í fremst á frekjunni einni saman.
Ég þoli ekki það fólk.

Einnig fara sum börn mikið í taugarnar á mér.
Það eru börnin sem fara í herbergi þar sem eru klifurveggir.
Einn veggur er merktur fyrir 5-7 ára börn, annar er merktur fyrir 3-5 ára.
Ég þoli ekki krakka sem er sex ára og fer á veginn sem er fyrir 3-5 ára krakka og valtrar yfir yngri krakkanna til að sýnast ofurklár hetja.

Maður spyr sig.
Verða þessir krakkar á klifurveggjunum seinna svona fólk sem kann ekki að haga sér þar sem tvær akgreinar renna saman í eina?

Bara vangavelta......

|

Thursday, May 11, 2006

Voðalega er mín glöð að vera búin í prófum.
Kom heim og lagði mig ógisslega lengi,
þegar ég vaknaði ákváðum við Neil að fá okkur smá KFC ásamt DB.

Þegar sá stutti (sem er alltaf að lengjast) var sofnaður fengum við Neil okkur kokteil og horfðum á Lost.

Talandi um Lost þá vil ég benda góðu fólki á þá góðu staðreynd að það er hægt að horfa á splunkunýja Lost þætti og fleira áabc.com.

Nú ætla ég að njóta þess að vera komin í tíu daga frí (þangað til nýja vinnan byrja) og einnig að fara upp til Boston á sunnudaginn að hitta mömmu mína. Fyndið næsti Sunnudagur er mother´s day hérna, sem ameríkanar gera risa risa mál útaf og ég verð í Boston með mömmu minni, tengdamömmu og afkvæmi okkar allra.

Það verður vonandi skemmtilegur dagur.
Svo erum við Neil byrjuð að plana allt skemmtilegt sem við ætlum að gera þegar pa, Só og Ha koma í heimsókn.

Jæja,
tími fyrir morgunumat.

|

Wednesday, May 10, 2006

Ég er að fara í próf í dag,
búin að vera að gera ekkert nema að læra,
svo ég hef ekkert að segja,
hér er linkur á grín að frægu fólki,
það er alltaf hressandi.

|

Monday, May 08, 2006


She packed my bags last night pre-flight
Zero hour nine a.m.
And I'm gonna be high as a kite by then
I miss the earth so much I miss my wife
It's lonely out in space
On such a timeless flight

And I think it's gonna be a long long time
Till touch down brings me round again to find
I'm not the man they think I am at home
Oh no no no I'm a rocket man
Rocket man burning out his fuse up here alone

Mars ain't the kind of place to raise your kids
In fact it's cold as hell
And there's no one there to raise them if you did
And all this science I don't understand
It's just my job five days a week
A rocket man, a rocket man

And I think it's gonna be a long long time...

Tilfinning í þessu lagi er eins og tilfinningar mínar þá daga sem ég sakna ykkar allra á Íslandi sem allra mest.

|

Sunday, May 07, 2006



Klessa lollípopp er orðinn fjögra ára.
Í gærmorgunn þegar við vöknuðum spurðum við hann hvernig það væri að vera orðinn fjögurra ára og hann sagði "I´m not four yet, I haven´t had my birthday" svona hélt þetta áfram út allann daginn og meira að segja í veislunni sjálfri, þá sagði hann ennþá "I´m still just three and a half, I still haven´t had my birthday cake."

Svo loksins þegar við vorum búin að borða ís-risaeðlu-tertu, spurðum við Daníel "Ertu orðinn fjögurra ára?" og hann sagði "yeah, I´m four now."

En dagurinn var nokkuð góður,
veðrið var gott allan daginn og veislan var mjög vel heppnuð,
nokkrir góðir vinir í góðum garði í góðu veðri að leika með vatnsbyssur og bolta, grilla, drekka bjór, leika og hafa það gott.

Daníel fékk góðar gjafir, margar sumarlegar og góðar eins og flugdreka, hlaupahjól, krítar, stóra vatnsbyssu og sápukúlur. Ég hlakka til að sjá litla andlitið hans verða sólbrúnt í sumar, eins og það er á myndinni hér að ofan sem Dagur snillingur tók í ágúst á síðasta ári.

Ég vil enda á því að óska Emmu, Henning og Sölku til hamingju með nýjustu viðbótina í þeirra sætu fjölskyldu en þeim fæddist stúlka í gærmorgun, og ef hún líkist öðrum sem eiga þennan fína afmælisdag verður hún ábyggilega frábær persónuleiki.

Skál fyrir börnum!!!
megi þau lengi lifa og eiga falleg líf!

|

Friday, May 05, 2006



Ef einhvert ykkar kæmi til mín í dag og segði "Dísa, mig langar í geisladisk, hverju mæliru með?" þá myndi þessi þarna uppi, Blue Lines, með Massive Attack vera einn af þeim fyrstu sem kæmi upp í hugann.

Síðan gæti ég komið með romsu af öðrum geiladiskum sem ég fíla í tætlur og hef hlustað á niðrí ræmur.

En nú er staðan svoleiðs að ég spyr ykkur,
mína kæru vini og ættingja,
hvaða disk mæliði með að ég bæti við í safnið mitt?

Ég veit að sum ykkar hafið nefnt hin og þessi nöfn við mig,
en það gerist svo oft að ég fer að hugsa um eitthvað annað og man svo ekki hvað mér var sagt, af því að höfuðið á mér er fullt af ómerkilegum smáatriðum úr eigin- og annarra lífum, sem ég man alltaf eins og þau hefðu gerst í gær.

Nema hvað,
ef hver einasti sem les þessa færslu gæti gert eftirfarandi:
komið með nafn á disk,
og nafnið á þeim sem flytur,

þá yrði ég þakklát.

Ég læt ykkur svo vita hvað ég ákveð að splæsa í og hvernig það fílast.

Bjarnadóttir out!
(þetta hljómar ekki eins og þegar Seacrest segir þetta í Am.Idol)

|

Wednesday, May 03, 2006

Jóhanna Ýr hefur gefið mér smá ástæðu í smá lærdómspásu:

1. Which book has made the greatest impact on you? Either as a good read or as a "aha" experience?

Hmmmm........
Næturbókin (Mauri Kunnas, ég lá upp í rúminu hennar mömmu og var að skoða myndirnar en svo fattaði ég að ég kynni alla stafina og ég prófaði að lesa, og ég fattaði að ég kynni að lesa alveg sjálf, og ég man hvað mér fannst það mergjuð tilfinning)
Tóbías og Tinna (mig mininr að hún heiti það, ég man að ég sat heima hjá ömmu við gluggan á háaleitisbraut og ég var að lesa þessa bók og það var eitthvað rosa sorlegt sem gerðist og ég táraðist. Amma skyldi ekkert í mér að grenja yfir skáldsögu en mamma sagði að það væri allt í lagi.)
Stelpnafræðarinn (þar lærði ég margt um lífið og tilveruna í góðra vina hópi)
Tár, bros og takkaskór (Þ. Þráins, klassísk í meira lagi)
Sjálfstætt Fólk (HKL, las hana fyrir skólann, hef alltaf munað eftir henni síðan þá)
Njála (mér var kennd hún svo rosalega fallega í kvennó)
Heimsins heimskasti pabbi (Mikael Torfa, marg sem ég fattaði þegar ég las þá bók, um fólk og sjálfa mig og alls konar hluti, samt var bókin sjálf ekkert spes)
Ég heiti Ísbjörg ég er ljón (Vigdís Gríms)Salka Valka (HKL, las hana eftir að ég flutti hingað, dýrkaði hana)
The Art of Travel (man ekki hver skrifaði hana, las hana seinasta sumar á bekk fyrir aftan matvörubúð, sem ég var að vinna í, meðan ég var í hádegispásu, át samloku og drakk vanillugos og lét mig dreyma um ferðalög)
The lovely Bones (ahhhhh.......man ekki hver skrifaði hana, en ég mun ekki gleyma henni í bráð)
The good earth (Pearl Buck, djöfull leið mér vel með eigið líf þegar ég las þessa)
Dís (fullt af fólki skrifaði hana, þá fattaði ég, hei vá djöfull hlýtur að vera auðvelt að skrifa bók sem verður svo breytt í kvikmynd)
Hella (hugsaði, "hei, fyrst Hallgrímur Helgason skrifaði bók sem var svona, og skrifaði svo aðra betri og svo aðra betri..........þá ætti ég kannski að prófa)

og margar fleiri.........

2. Which genre do you read most? Novels, crime-stories, biographies, poetry or something else?
Auðvelt. Skáldsögur, í hvaða formi sem þær koma.

3. What was the last book you read?

Hmmmm.........
ef ég tel með barnabækur sem ég les fyrir Daníel. Þá var það Doctor Dan, the medicine man. Ég les vanalega ekki bækur á ensku fyrir hann, en ég gaf honum þessa, hún er um strák sem setur plástur á dúkku, systur sína, pabba sinn.........og eitthvað svoleiðs.

Ef ég tel ekki með bækur sem ég les fyrir Daníel þá var seinasta bók sem ég las. In Coold Blood, eftir Truman Capote. Ég er búin að fræða ykkur sem lesið reglulega svo mikið um það sem ég las í þeirri bók og hversu heltekin ég varð, að ég ætla ekki að segja neitt meira um hana, annað en: allir sem hafa ekki lesið hana ættu að gera það.

4. Which sex are you?

Hér væri tilvalið að koma með einhvern brandara, en ég nenni því ekki svo ég segi kvenkyns.

|

Monday, May 01, 2006



Einu sinni var pabbi að vinna með manni sem margir töldur samkynhneigðan vera.
Við skulum kalla þann mann tjah......Tryggva.
Pabbi og Tryggvi voru mikið á fartinni vinnunnar vegna og þeyttust á milli hótela úti á landi að gera hvað sem þeir voru að gera fyrir vinnuna.
Tryggvi fór á fyllerí eitt kvöldið og fór að grenja og væla utan í pabba hvað það væri óþægilegt að allir héldu að hann væri hommi.
Pabbi léði öxl til að gráta á. (vona ég)

Svo fóru þeir á annað hótel og hittu þar ansi hressan kokk sem bauð þeim að kíkja með sér í heita pott eftir vakt eitt kvöldið. Mikið stuð var í pottinum og ég vænti þess að áfengi hafi verið haft um hendur. Faðir minn drullaði sér í rúmið einhvern tímann en Tryggvi hélt áfram að djamma með kokkinum hressa.

Næsta morgun var Tryggvi fúll, þreyttur og timbraður og pabba grunaði margt en lét þó ekkert uppi.

Tryggvi er í dag kominn út úr skápnum og er asskoti hress með það, gott ef hann er ekki bara að fara að giftast manni í sumar.

Skál fyrir Tryggva og giftingum samkynhneigðra!
Hjónabönd fyrir alla konur og kalla!

(p.s. þetta er búið að vera heitt umræðuefni hérna í landi biblíu berjandi bush elskandi afturhalds fordóma.........Ísland er kúl, þegar kemur að svona málum)

|