Jóhanna Ýr hefur gefið mér smá ástæðu í smá lærdómspásu:
1. Which book has made the greatest impact on you? Either as a good read or as a "aha" experience? Hmmmm........
Næturbókin (Mauri Kunnas, ég lá upp í rúminu hennar mömmu og var að skoða myndirnar en svo fattaði ég að ég kynni alla stafina og ég prófaði að lesa, og ég fattaði að ég kynni að lesa alveg sjálf, og ég man hvað mér fannst það mergjuð tilfinning)
Tóbías og Tinna (mig mininr að hún heiti það, ég man að ég sat heima hjá ömmu við gluggan á háaleitisbraut og ég var að lesa þessa bók og það var eitthvað rosa sorlegt sem gerðist og ég táraðist. Amma skyldi ekkert í mér að grenja yfir skáldsögu en mamma sagði að það væri allt í lagi.)
Stelpnafræðarinn (þar lærði ég margt um lífið og tilveruna í góðra vina hópi)
Tár, bros og takkaskór (Þ. Þráins, klassísk í meira lagi)
Sjálfstætt Fólk (HKL, las hana fyrir skólann, hef alltaf munað eftir henni síðan þá)
Njála (mér var kennd hún svo rosalega fallega í kvennó)
Heimsins heimskasti pabbi (Mikael Torfa, marg sem ég fattaði þegar ég las þá bók, um fólk og sjálfa mig og alls konar hluti, samt var bókin sjálf ekkert spes)
Ég heiti Ísbjörg ég er ljón (Vigdís Gríms)Salka Valka (HKL, las hana eftir að ég flutti hingað, dýrkaði hana)
The Art of Travel (man ekki hver skrifaði hana, las hana seinasta sumar á bekk fyrir aftan matvörubúð, sem ég var að vinna í, meðan ég var í hádegispásu, át samloku og drakk vanillugos og lét mig dreyma um ferðalög)
The lovely Bones (ahhhhh.......man ekki hver skrifaði hana, en ég mun ekki gleyma henni í bráð)
The good earth (Pearl Buck, djöfull leið mér vel með eigið líf þegar ég las þessa)
Dís (fullt af fólki skrifaði hana, þá fattaði ég, hei vá djöfull hlýtur að vera auðvelt að skrifa bók sem verður svo breytt í kvikmynd)
Hella (hugsaði, "hei, fyrst Hallgrímur Helgason skrifaði bók sem var svona, og skrifaði svo aðra betri og svo aðra betri..........þá ætti ég kannski að prófa)
og margar fleiri.........
2. Which genre do you read most? Novels, crime-stories, biographies, poetry or something else? Auðvelt. Skáldsögur, í hvaða formi sem þær koma.
3. What was the last book you read? Hmmmm.........
ef ég tel með barnabækur sem ég les fyrir Daníel. Þá var það Doctor Dan, the medicine man. Ég les vanalega ekki bækur á ensku fyrir hann, en ég gaf honum þessa, hún er um strák sem setur plástur á dúkku, systur sína, pabba sinn.........og eitthvað svoleiðs.
Ef ég tel ekki með bækur sem ég les fyrir Daníel þá var seinasta bók sem ég las. In Coold Blood, eftir Truman Capote. Ég er búin að fræða ykkur sem lesið reglulega svo mikið um það sem ég las í þeirri bók og hversu heltekin ég varð, að ég ætla ekki að segja neitt meira um hana, annað en: allir sem hafa ekki lesið hana ættu að gera það.
4. Which sex are you? Hér væri tilvalið að koma með einhvern brandara, en ég nenni því ekki svo ég segi kvenkyns.