Wednesday, June 28, 2006

Djöfull er ég ánægð með eitt sem er á gangi á Íslandi í dag.
Það eru nýju lögin og réttindin sem ná yfir samkynhneigða.

Hérna í landinu sem ég bý eru ekki margir sem sýna samkynhneigðum pörum eða fólki þann skilning og umburðarlyndi sem þau eiga skilið. Þau eru ennþá föst í því að fá ekki réttindi til fulls á við gagnkynhneigt fólk þegar kemur að því að stofna fjölskyldu og fleira.

Mér finnst sorglegt að hugsa til þess að það séu fáar sem engar leiðir til þess að eignast börn fyrir konur og menn sem hafa langanir eins og annað fólk til þess að ala upp börn og eiga fjöslkyldu bara af því að það er þeirra hlutskipti í lífinu að laðast að fólki af sama kyni en ekki hinu kyninu.

Ég fékk tár í augun þegar ég sá lesbíupar í kastljósi segja frá því að þær hygðust núna nýta sér nýju löggjöfina í að reyna að eignast eitt eða fleiri börn vegna þess að þær eins og margar aðrar konur langar til þess að eignast börn og verða mæður.

Ef ég hefði aldrei eignast barn væri ég allt öðru vísi manneskja heldur en ég er í dag. Ég hugsaði öðruvísi um allt og alla. Án þess að plana það þá eignaðist ég barn og allt lífði mitt breyttist.

Það jafnast ekkert sem ég hef nokkurn tímann prófað á við tilfinninguna að eiga barn. Þess vegna finnst mér að allt fólk sem þráir að upplifa þessa tilfinningu og bjóða lítilli manneskju inn í sitt líf til að breyta því að eilífu, eigi að hafa réttindi á því að taka þessa ákvörðun.

Til hamingju með daginn samkynhneigðir Íslendingar.

|

Sunday, June 25, 2006




Krakkar geta verið svo fyndnir í framan stundum.

|



Ég var að reyna að taka eitthvað upp um daginn og þetta kom upp úr krafsinu, er þetta ekki svoldið eins og svona spennu atriði í hryllingsmynd?

Í öðrum fréttum, ég er hætt á japanska staðnum og hefst nú handa við að njóta samvista við mína yndislegu fjölskyldu, og leita mér að annarri vinnu. Ég segi ykkur söguna um af hverju ég hætti seinna.

Það er gaman að vera búin að fá pabba og co. hingað og ég vona að veðrið fari að skána sem fyrst. Það er búið að vera rigningarveður og mollulegt síðan þau komu en þau fá nóg af því á Íslandi (að mér skilst) svo ég bið til veðurguða núna um smá sól og sumaryl

|

Thursday, June 15, 2006

Oj mar,
tolvan min er greinilega eitthvad pirrud ut i mig og leyfir mer ekki ad skipta yfir i islenska takka,
eg gaeti thrjoskast afram og eyt tima i thetta helviti en i stadinn fyrir ad gera thad aetla jeg ad skella mer ut ad versla.

En thad sem jeg var ad fara ad blogga um mun jeg nuna segja i stykkordum,
jeg sakna vina minna a Islandi,
thad gengur haegar en andskotinn ad eignast vinkonur herna,
nennir eitt ykkar ad flytja ut til min?

Kyss og knus

sakna og meira sakn

|

Wednesday, June 14, 2006

Af hverju segir maður í Borgarnesi og á Akranesi?

|

Monday, June 12, 2006

Mér líður stundum eins og lífið mitt sé kvikmynd þessa dagana.

Eins og þegar yfirmaðurinn minn á Fuji dregur fram karókí tækið og byrjar að syngja Piano Man. Við skulum bara segja að hann hljómar mjög mjög svipað William Hung.

Og svo líka í gærkvöldi.

Málið er að eldhúsfólkið sest yfirleitt niður og borðar í lok vaktar á kvöldin en þjónustuliðið borðar aldrei með þeim. Þau eru yfirleitt ekki að borða sushi eða neitt fínt heldur bara eitthvað úr skálum með hrísgrjónum. Yfirleitt borða þau í þögn eða spjalla saman á sínu máli, kóresku (.........?........., æi þau eru frá Kóreu flest). Nema hvað, um þetta leyti kvölds er ég yfirleitt að ganga frá barnum svo ég geri ekkert meira en að gjóta til þeirra forvitnisaugum og spá í hverju þau séu að gæða sér á.

Í gærkvöldi höfðu þau það aðeins fínna og störtuðu hibachi (hibachi borð er borð sem fólk situr í kringum heita pönnu en það er borð í kringum pönnuna sem fólkið situr við og borðar, svo stendur kokkur við pönnuna og skellir á hana olíu, grænmeti, hrísgrjónum (fried rice) núðlum, rækjum og fleira, svo skellir kokkurinn matnum á diskana hjá fólkinu sem situr í kringum borðið, á meðan hann grínast og gerir kokka-kúnstir, bæði gaman og gott).

Nema hvað, í gærkvöldi var hibachi fjör hjá eldhúsliðinu, þau komu til mín og fengu hrísgrjónavín og níu glös og settust svo niður og bjuggust til að borða. Ég taldi bjóra og vínflöskur, þvoði glös og gekk frá barnum. Þjónustupíurnar voru farnar heim. Allt í einu kalla þau í mig "Dísa, Dísa come over here!" svo ég labbaði, fékk lítið glasi af hrísgrjónavíni (sake) og fékk mér sæti við enda borðsins, næst kokknum. Svo byrjaði hann að elda, tala og grínast. En allt á þeirra máli.

Svo ég sat og borðaði og fylgdist með og reyndi að giska á hvað þau voru að segja. Af og til gjóaði ég augunum til mexíkanska sushi kokksins og brasilísku stelpunnar sem er uppvaskari og velti því fyrir mér hvort að þau skyldu meira en ég.

Góð máltíð samt.
Fyrir þá sem eru ekki alveg að fatta allt þetta hibachi og allt það þá bendi ég á þessa síðu.

|

Friday, June 09, 2006



Nú er tímabil í lífi minnar fjölskylu að ljúka, en það er barnalands tímabilið.
Á morgun eða einhvern tímann bráðum mun síðan hans DB loka og ekki verða opnuð aftur. Við bendum áhugasömum að kíkja frekar á www.danielbjarni.blogspot.com.

Bið að heilsa ykkur í bili.

|

Monday, June 05, 2006

Jæja krakkar,
ég hætti í vinnunni á golfklúbbnum til að halda áfram að elta drauminn minn um að verða barþjónn. Það kom nefnilega í ljós í golfklúbbnum vildu þeir bara hafa mig sem venjulegan þjón og ekkert barstúss í boði svo ég sagði "hei ég ætla að leita að einhverju aðeins betra" og hætti.

Og núna er ég komin með barþjónagigg á stórum japönskum veitingastað sem einnig gerir habachi, sem ég reyndi að útskýra hér þegar ég fór út að borða á 25 ára afmælinu mínu.

Þetta er kúl, þeir eru með langan lista af kokteilum og martíníum, svo þetta verður mjög fín reynsla fyrir barþjóninn/blaðamanninn/rithöfundinn.........æi vottever, mjög góð reynsla fyrir mig.

Nema hvað þetta er ansi erfitt, ekki mikið um pásur og maður er standandi í sirka níu tíma samfleytt án þess að setjast varla svo mikið sem einu sinni, ég ýki ekki hér.

En nóg um það.
Þann litla frítíma sem ég hef haft þessa helgi hef ég notað meðal annars í þetta við erum að spá í að kveðja barnaland og nota þetta í staðinn fyrir DBB.

Jæja ég bið að heilsa ykkur í bili og hlakka mikið til þegar ég kem og sé ykkur öll í persónu í lok ágúst.

|