Friday, July 28, 2006

Ég er að horfa á Rockstar.
Og ég var að hugsa...........
ein ástæða fyrir því að gaurarnir þarna ættu að velja Magna er sú að margir þeirra eiga konur og krakka og hann á konu og krakka.
Flestir þeirra eru hættir í rugli.
Og mér skilst að Magni sé ekki í rugli.

Ætli hann vinni þetta.......
maður spyr sig.

|

Saturday, July 15, 2006

Plís,
horfið á þetta með hljóði.

|

Wednesday, July 12, 2006

Fliss

|

Thursday, July 06, 2006

4.júlí 2006

Fjögur ár síðan DB var skírður.
Fimm ár síðan ég og Neil kysstumst fyrst.

Kvöldið fyrir þjóðhátíðardaginn mikla fórum við til vinafólks okkar Tims og Aliciu, með fullt af alls konar dóti, mat, svefnpoka, tjald, baðföt, og síðast en ekki síst risa kælikönnu fulla af epla Sangríu.

Brunuðum í bátnum upp á afskekkta strönd sem heitir Sandy Point, settum upp tjöld og varðeld og grilluðum pulsur og borgara. Hoppuðum og skoppuðum og sungum. Þegar flestir voru komnir í ból ákváðum við Alicia að skríða út í bátinn og leggja okkur þar. Hvílíkur nætursvefn. Ókei ég játa að hann var bara frá klukkan fjögur til klukkan sjö, en ég vaknaði endurnærð.

Svoldið heitt, svoldið úldin. Þá var tækifærið að demba sér ofan í kalt svalandi sjóvatnið. Synda svoldið. Synda til lands (eða meira svona vaða) og fá sér smá kaffi og egg. Liggja svo í sólinni allan daginn og njóta lífsins.

En ég verð að minnast á það, að Ameríkanarnir hérna sem ég hékk með hafa nú ekkert djammúthald á við frjónverjana. Allir voru farnir í bælið um þrjúleytið, allir úldnir daginn eftir og enginn fékk sér svo mikið sem einn afréttara!
Eru ekki venjulega íslenskar útilegur þannig að fólk marinerar sig að innan sem utan allan daginn í fínum vínlegi og ef það er þreytt og úldið þá er einn bjór eða smá rauðvín ráðið við því? Eða hef ég verið með einhverju spes fólki þegar ég fer í útilegu og/eða sumarbústað.....?

Endilega tjáið ykkur vinir.

|

Vá,
eruði öll að verða vatnssósa þarna á Íslandi?
Það er líka búið að rigna slatta hér. Með góðum dögum inn á milli.

En allaveganna...........
vitiði hvað mér finst dúllulegt?
Gamlir menn sem fara í laugarnar á hverjum degi.

|

Monday, July 03, 2006



DB og HR fengu mörg hrós þennan dag sem flest hljómuðu svona "gorgeous children, just gorgeous". Þegar ég sé núna myndirnar sem ég tók af þeim get ég vel skilið af hverju. Stundum er maður svo vanur að sjá þessi krútt oft að maður gleymir hvað þau eru falleg.

|

Það er svo gaman að fylgjast með Daníel Bjarna verða stærri, klárari og fyndnari með hverjum deginum (ókei og alltaf líkari og líkari pabba sínum). Stundum segir hann eitthvað við mig og ég hugsa "Hei vá, þetta barn er með húmor, bara fjögurra ára!" Og stundum segir hann eitthvað við mig og ég hugsa "Jiiii, hann kann að rökræða."
Allaveganna,
í gærkvöldi áttum við samræður sem voru svona:

Ég: "Daníel, ég ætla að fara að bursta tennur núna svo ég fái ekki Karíus og Baktus."
Daníel: "How many are there of Karíus og Baktus, is there just two of them?"
Ég: (skyldi ekki alveg hvert hann var að fara með þetta) "Jaaá, ég held það, af hverju spyrðu?"
Daníel: "Because I think they are in your teeth now."

Ég var fljót að byrja að skálda smá til að sá stutti næði ekki að halda því fram að það væru bara tveir Karíus og Baktus, sem væru í mínum munni þá stundina svo að hann þyrfti ekki að bursta. Ég sagði honum að það væri alveg fullt af svona tannpínupúkum að hann fengi skemmdir ef hann drifi sig ekki í því að bursta.

|

Saturday, July 01, 2006

Ég sé að ég er ekki sú eina sem bloggar minna á sumrin en á veturna. Margir af mínum daglegu höfundum (það er að segja, ég er þeirra daglegi lesandi, það er að segja, þau blogga og ég les) eru komnir í einhvers konar sumardvala, lítur út fyrir. Þó eru sumir sem virðast vera öfugir við mig og eru mun duglegri að blogga á sumrin en á veturna.

Nema hvað,

það er búið að vera rosalega gaman að hafa fjölskylduna í heimsókn, við erum búin að gera mikið og njóta þess að vera saman. Það tekur samt svoldið á að vera gestgjafi og í gærkvöldi var ég alveg að leka niður um átta leytið.

Hinsvegar er ég farin að hlakka rosalega mikið til þess að koma um miðjan ágúst og ætla að reyna að ná að stilla því þannig að ég geti verið svoldið lengi á landinu í þetta skipti. Lok ágúst er æðislegur tími til að fara heim. Þá er orðið næstum óbærilega heitt og rakt hér, svitinn lekur af manni sama hvað maður er að gera (nema maður sé inni í vel loftkældri búð eða skriftofu) og manni lalngar mest til að henda sér ofan í næstu sundlaug eða sjó. En akkúrat á þeim tíma leggja marglyttur undir sig sjóinn á ströndinni sem ég er vön að fara á þannig að maður verður að passa sig á að láta þær ekki stinga sig.

Allaveganna,
ég er heppin að geta alltaf kælt mig niður á skemmmtilegustu köldu eyjunni í Norðurhafinu og þá tala ég nú ekki um allt skemmmtilega partýglaða fólkið þar sem er skemmtilegt að hitta.

Hlakka til að hitta ykkur öll með tölu.

|